Fimmtudagur 22.09.2011 - 11:16 - Lokað fyrir ummæli

Mér finnst og ég vona……

Nýbúinn að skoða Sagrada Familia. Vissulega sérstök og mikil en fann ekki fyrir neinni sérstakri hrifningu. Var eiginlega betri ókláruð. Uppgötvaði töffarann Rúnar Þór Pétursson í gær þegar ég hlustaði á tónleika Megasar, Rúnars Þórs og Gylfa Ægis í sjónvarpi. Þetta er rokna töffari og saman þrír einstakir. Takk fyrir.  Andorra la verra er flottasta bæjarstæði sem ég hef séð. Hugmynd mín um að byggja hótel á brún Ingólfsfjalls er smá í sniðum miðað við margt í þessu litla þorpi sem er höfuðborg einhvers mesta fjallalands veraldar. Leiðinlegt hve margir lýsendur knattspyrnuleika í sjónvarpi geta ekki leynt því að þeir voru krakkar á tíunda áratugnum og halda því með Liverpool.  Held að Guðmundur Steingrímsson eigi eftir að verða forsætis eins og faðir hans og afi. Það er glimt í honum. Vona að Ísland velji þá leið að starfa náið með öðrum þjóðum í sama heimshluta helst með fullri þáttöku í ESB. Fyrirlít stjórnmálamenn sem ala á þjóðerniskennd. Finnst Suðurlandið lífllítið og leiðinlegt.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Uni Gíslason

    Sagrada Familia er töluvert langt frá því að vera tilbúin, það vantar ennþá miðjuturninn á kirkjuna. Ótrúlega glæsileg kirkja – kom á óvart að innviðið er mjög látlaust og minnti helst á „týpíska“ norður-evrópska lútherska kirkju.

  • Sammála!

  • En hún er tilbúin aò tví leiti aò hún er nothæf vel. Kv. B

  • Þarna var farið yfir víðan völl í stuttu og hnitmiðuðu. Mér líkar það. Kærust kveðja frá okkur Bróa.

Höfundur