Miðvikudagur 08.03.2017 - 11:28 - Lokað fyrir ummæli

Fyrrverandi ruglar!

Ég las á Eyjunni að fyrrverandi forsætisráðherra Íslands telji að fólk frá viðurkenndum Alþjóðlegum stofnunum ,,geri sér glaðan dag“ á ferðum sínum er þeir koma til landa til að gera úttekt á ástandi. Ég get frætt þennan mann á því að ekkert slíkt þekkist. Þetta eru harðar vinnuferðir bæði hjá ECRI og sambærilegum stofnunum. Það má vera annað upp á teningnum þegar forsætisráðherrar hittast en hjá sérfræðinganefnd á borð við ECRI þekkist ekkert slíkt. Sami líkir skýrslu ECRI við mentaskólaritgerð. Skýrslur ECRI eru taldar framúrsskarandi hjá öllum er til þekkja, eru notaðar víða um heim m.a. mikið hjá Mannréttindadómstóli Evrópu. Ég hef ekki geð í mér að þýða ummælin og senda út.

Veigamesta hlutverk stjórnmálaflokka er að velja fólk til trúnaðarstarfa sem veldur háum embættum. Er líklegt til að vinna vel að málum og auka hróður lands. Það finnst mér yfirleitt takast bærilega en ekki tókst það hérna.

í skýrslunni er vikið að orðum og gerðum fulltrúa Framsóknarflokksins   ,einkum í Borgarstjórn, varðandi Moskur og múslima, og þau fordæmd. Á þeim tíma var þessi maður formaður flokksins og forsætisráðherra. Hann gerði þau alvarlegu mistök að setja aldrei niður við flokksmenn sína þegar popúlisminn freistaði þeirra og stórskemmdi þannig mannorð, ef svo má að orði komast, flokks síns.

Sjálfstæðisflokkurinn brást betur við og hefur skafið slíka menn af sér og fordæmt rasisma í sínum röðum.  Meira að segja hefur Danske folkeparty rekið flokksmann sem þótti ganga of langt í rasisma.

Sjálfsagt eru stóryrði á borð við þessi ætluð til heimabrúks. Vonandi bara eru heimamenn ekki það illa upplýstir og ,,foringjahollir“  að þeir leggi eyrun við slíku rugli eins og hér er lýst.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur