Færslur fyrir mars, 2012

Laugardagur 31.03 2012 - 23:32

Að gifta með góðri samvisku!

Það segir sig nokkuð sjálft að aðeins tímaspursmál er hve lengi prestum og yfirleitt þeim sem framkvæma opinberar athafnir eða annast einhvers konar þjónustu líðst að mismuna fólki eftir kynhneigð.  Þetta sér meirihluti Dana og þetta sjá í raun og veru allir sem hugsa málið.  Röksemdir eins og þær að trúaratriði sé að mismuna megi […]

Fimmtudagur 29.03 2012 - 15:15

Kirkja í krísu?

Kirkjan er í skrítinni stöðu.  Það er bæði vinningsstaða og tapstaða.  Nýr biskup er í Skálholti, nýr biskup verður kosinn að Hólum seinna á þessu ári og þessa dagana eru prestar og sóknarnefndarformann að kjósa nýjan höfuðbiskup.  Þá bregður svo við að forseti kirkjuþings, maður sem hafði mikil áhrif auk beinna valda, dregur sig í […]

Miðvikudagur 28.03 2012 - 19:11

Eftirsjá af Pétri Kr. Hafstein

Það  er áfall fyrir kirkjuna að missa Pétur Kr. Hafstein úr stöðu forseta Kirkjuþings sem er lykilstaða í kirkju sem er að fóta sig í sjálfstæðisátt í heimi  sem er kirkju ekki alltaf auðveldur. Pétur þessi silkmjúki, vel klæddi fyrrum hæstaréttardómari stjórnaði Kirkjuþingi af viti og víðsýni  og enginn hafði neitt í hann á heimavelli […]

Þriðjudagur 27.03 2012 - 16:33

Hvað kom fyrir Jón Magnússon og hvenær gerðist það?

Jón Magnússon fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins vandar mér ekki kveðjurnar á bloggi sínu eftir að ég gagnrýndi meðferð KSI á tveimur ungum drengjum:  Jón lögfræðingur með meiru hoppar beint á það að níða mig niður sem prest í stað þess að rökræði málið af skynsemi (menn geta séð pistla mína hér að ofan):  ,,Baldur Kristjánsson […]

Þriðjudagur 27.03 2012 - 09:34

Um rasisma og knattspyrnu að gefnu tilefni!

Knattspyrnusamband Íslands þarf að taka mjög skipulega á rasisma og koma sér upp verklagsreglum í málaflokknum. Þar á m.a. að kveða á um að dómarar og þeir sem sitja í ráðum og nefndum fái  fræðslu um það hvernig þekkja eigi rasisma og hvernig bregðast eigi við honum.  Það sama á við um yfirstjórn og starfsmenn. […]

Mánudagur 26.03 2012 - 08:58

Kynþáttaníð. Gerum félögin ábyrg!

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ætti e.t.v.  að segja af sér. Hún virðist líta miklu alvarlegri augum kýlingar og spörk en grímulaust kynþáttaníð á leikvelli.  Þeir KSÍ menn hafa áður legið undir ámæli fyrir linku og mál að linni.  Undirritaður sem hefur fengist við kynþáttaníð í Evrópu í hálfan annan áratug  m.a. á fótboltavöllum býður fram sérfræðiaðstoð […]

Föstudagur 23.03 2012 - 08:18

Fótum troðin mannréttindi!

Hér fyrir utan mannréttindadómstól Evrópu mótmæla Kúrdar eins og svo oft áður.  Í þetta sinn eingöngu konur- dætur, mæður, eiginkonur – Stundum tjalda við árbakkann manneskjur sem leita réttar síns, skítblankar og valdalausar manneskjur.  Ég sé fyrir mér íslenska yfirstétt þar við hlið þegar hún kemur hingað að sækja fótum troðin mannréttindi sín.

Miðvikudagur 21.03 2012 - 20:27

Útlendingafóbía Vigdísar Hauksdóttur!

Vigdísi Hauksdóttur er viss vorkunn þegar hún stekkur upp og hrópar útlendingaúlfur, útlendingaúlfur úr ræðustól Alþingis (!) þegar rúða er brotin í miðbæ Reykjvíku.  Ábyrgðin er að miklu leyti fjölmiðla. Þetta virkar svona:  Þegar útlendingur brýtur af sér er það samtvinnað frêttinni að segja frá því.  Þó að innfæddir fremji  flest öll afbrotin er það […]

Miðvikudagur 21.03 2012 - 09:23

Rasismi er andstyggð!

Hæ, í dag 21. mars er alþjóðadagur gegn kynþáttafordómum. Kynþáttafordómar eru því miður ekki á undanhaldi í Evrópu og í dag eiga  öfgahægriflokkar fulltrúa á 19 þjóðþingum af 27 rïkjum innan Evrópusambandsins.  Sem betur fer er enginn slíkur innan þings á Íslandi en rasistaelment eru því miður til staðar á Íslandi. Rasismi og systir hans […]

Laugardagur 17.03 2012 - 15:05

Hugmyndafræðingur kastar grímunni!

  Örvar Arnarson gerir í grein í Þjóðmálum grín að ,,krúttunum“ sem í skjóli vinstri stjórnar halda að þeir geti innleitt himnaríki á jörðu. Það sé ekki hægt segir Örvar og tekur þar með undir viðhorf hefðbundinnar guðfræði.  Guðfæðin bendir hins vegar á að manneskjan hljóti að vinna að þessu marki þ.e. gera lífið hér […]

Höfundur