Fimmtudagur 29.03.2012 - 15:15 - Lokað fyrir ummæli

Kirkja í krísu?

Kirkjan er í skrítinni stöðu.  Það er bæði vinningsstaða og tapstaða.  Nýr biskup er í Skálholti, nýr biskup verður kosinn að Hólum seinna á þessu ári og þessa dagana eru prestar og sóknarnefndarformann að kjósa nýjan höfuðbiskup.  Þá bregður svo við að forseti kirkjuþings, maður sem hafði mikil áhrif auk beinna valda, dregur sig í hlé af veikindaástæðum. Kirkjan kemur því til með að lúta fjórum nýjum kirkjuleiðtogum og missa samsvarandi fjóra reynda af toppnum.

Oní þetta má nefna að mikil uppstokkun hefur verið í gangi í kirkjunni. Völd hafa verið færð til leikmanna, prófasstdæmi hafa verið stækkuð sem þýðir að margir prófastar eru nýir.  Kirkjan er í lausari tengslum við ríkið en alltaf áður.  Fjárhagur hennar er mjög erfiður.  Það eina  sem er í lagi að innan hennar starfa margir reyndir og góðir prestar eins og ég. (innskot: átti að vera humor).

En í þessu eru tækifæri. Það er með öðrum orðum verið að skipta alveg um yfirmenn og þá er hægt að breyta kúrs. Fólk verður bara að passa sig á því að kjósa til forystu fólk með leiðtogahæfileika. Manneskjur með góðar hugmyndir sem líklegt er til þess að leiða kirkjuna í samvinnu við þá sem fyrir eru á móts við nýja tíma.

Leiðtogar af gamla skólanum erus em betur fer fyrir bí en samt þurfum við á vissri forystu að halda og málssvara. Nýir biskupar þurfa eins og nýi biskupinn í Skálholti að hafa við bestu heilum samtíðar í rökræðu um lífið og kristindóm, heiðindóm og hvaðeina.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur