Mánudagur 10.04.2017 - 14:07 - Lokað fyrir ummæli

Hatursorðræða!

Mér brá svolítið þegar fréttastofa RUV vitnaði í dóm héraðsdóms ,sem sýknaði Pétur Gunnlaugsson af hatursorðræðu í garð samkynhneigða, í þá veru að orð hans væru hluti af almennri umræðu og að almenn umræða væri óhjákvæmilega óþægileg fyrir marga eða kæmi illa við suma. Eitthvað í þessa veruna. Þetta kemur nefnilega hatursorðræðu lítið við.

Haturðsorðræða er skv. Skilgreiningu ECRI er þegar einstaklingar eða hópar eru talaðir niður, hatur eða illur áburður er borinn á persónur eða hópa, áreitni stunduð, móðganir viðhafðar, neikvæð alhæfing notuð um persónur eða hópa, eða réttlæting á slíku, þegar þetta er byggt á pesónulegum eiginleikum eða stöðu vegna kynþáttar, lits, tungumáls, trúar, þjóðernis, uppruna, aldri, fötlun, kyni, eða kynhneigð. Með öðrum orðum þegar þjösnast er á fólki eða hópum og/eða þeim ógnað vegna eiginleika sem eru meðfæddir eða stöðu sem er meðfædd eða áunnin í sumum tilfellum.

Hatursorðræða er með öðrum orðum alltaf í garð þeirra sem eiga undir högg að sækja. Standa tæpt í samfélögum og þurfa stuðning frekar en hitt. Þannig getur hún ekki verið í garð framsóknarmanna, sveitamanna, presta eða sýslumanna. Hún kemur ekki óþægilega við suma eða illa við aðra. Hún er af öðrum kaliber. Rannsóknir hafa sýnt að þar sem hatursorðræða er stunduð eykst ofbeldi í garð þeirra sem fyrir henni verða, morð, meiðingar og vandalismi hvers konar. Lög gegn henni eru sett til að vernda minnihlutahópa fyrir morðum og meiðingum. Skilningurinn er sá að lög um  hatursoræðu komi málfrelsi og tjáningarfrelsi ekki við að öðru leyti en því að vera stuðningur við það.

Svona er þetta meira og minna hugsað i evrópu. Hér á landi eru margir sem aðhyllast bandarísku  hugsunina sem er frekar í áttina að því að allt sé leyfilegt og bann við hatursorðræðu sé skerðing á tjáningarfrelsi. Slík er ekki Evrópuhugsunin. Í Evrópu eru lög gegn hatursorðræðu talin styðja tjáningarfrelsi og um leið auka lífsgæði og bæta líf minnihlutahópa (og þar með allra). Og okkar löggjöf er miðuð bið það og vonandi okkar hugsun.

Ég hef svo ekkert kynnt mér málið gegn Pétri Gunnlaugssyni og legg engan dóm á það en vona bara að Héraðsdómari hafi verið vel lesinn, hafi vitað hvað hann eða hún var að gera, þrátt fyrir tilvitnuð orð RUV í upphafi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur