Færslur fyrir nóvember, 2010

Þriðjudagur 30.11 2010 - 19:57

G-8 hópurinn- Hvers konar guðfræði?

Anna Sigríður Pálsdóttir, Arnfríður Guðmundsdóttir, Baldur Kristjánsson, Hjalti Hugason, Pétur Pétursson, Sigrún Óskarsdóttir, Sigurður Árni Þórðarson og Sólveig Anna Bóasdóttir sem kalla sig G-8 hópinn rita eftirfarandi grein á trú.is ,,Það er mögulegt að ástunda guðfræði á ýmsa vegu og á mismunandi vettvangi. Guðfræði er til dæmis hægt að stunda í klausturgarði lengst úti í […]

Fimmtudagur 25.11 2010 - 17:26

Viljum við tvær raðir?

Anna Sigríður Pálsdóttir, Arnfríður Guðmundsdóttir, Baldur Kristjánsson, Hjalti Hugason, Pétur Pétursson, Sigrún Óskarsdóttir, Sigurður Árni Þórðarson og Sólveig Anna Bóasdóttir rita eftirfarandi grein í Fréttablaðið í morgun. ,,Skammdegið færist yfir og skuggi Hrunsins hvílir enn yfir þjóð okkar. Allt bendir til að svo muni verða enn um hríð. Eins og útlitið er nú mun hátíð […]

Miðvikudagur 24.11 2010 - 22:21

Í nafni Guðs föður, sonar og heilags anda!

Stjórnarskrá Litháen er með uppfærðum mannréttindaákvæðum enda nýleg, frá1992. Ég hef satt að segja ekki kynnst þjóð sem leggur eins mikla áherslu á þjóðerni sitt og uppruna en þeir eru gáfaðri en Íslendingar og gengu í ESB 2004.  Gríska stjórnarskráin er ekki bara í Guðs nafni heldur í nafni föður, sonar og heilags anda.  Síðan […]

Miðvikudagur 17.11 2010 - 13:29

Orðsending til frambjóðenda!

Í skýrslu sinni um Ísland frá 13. febrúar 2007 beinir ECRI, sem er sú nefnd á vegum Evrópuráðsins sem berst gegn kynþátta­fordómum og kynþáttamisrétti, því til íslenskra stjórnvalda að þau styrki, geri skýrari, þau ákvæði stjórnarskrár sem vernda eða eiga að vernda fólk gegn kynþáttafordómum og kynþáttamismunun. Yfirvöld hér sýnist mér voru á því að […]

Þriðjudagur 16.11 2010 - 16:08

Ósmekkleg kveðja frá fríkirkjupresti

Undirritaður er á Kirkjuþingi í fyrsta skipti.  Þar sitja 17 leikmenn og 12 prestar. Auk þess þrír biskupar án kosningaréttar.  Mörg ágæt mál eru á dagskrá. Kirkjan er að leggja niður prestsembætti, selja eignir, spara á öllum sviðum.  Kirkjan þarf/ætlar að spara 260 milljónir á tveimur árum. Fyrir árið 2011 er þetta 7,5%. Var um 10% […]

Fimmtudagur 11.11 2010 - 17:09

Framleiðsla ,,samhljómunar“

Chomsky myndi segja að Lára Hanna færi út fyrir ramma hins viðurkennda og ynni því á móti markmiðum fjölmiðla og samfélags að kynna eina afstöðu, eina heimsmynd sem hina einu réttu.  Hlutverk miðlanna er með öðrum orðum skv. Chomsky að framleiða ,,consensus“ eða samhljóða álit.   Þar er í þágu þessa ómeðvitaða markmiðs að þaggað er […]

Miðvikudagur 10.11 2010 - 11:20

Tekið ofan fyrir Jóni Bjarnasyni!

Ég verð að nota tækifærið og taka ofan fyrir meistara Jóni Bjarnasyni.  Með því að takmarka með reglugerð transfitusýrur í matvælum slær hann við sjálfu Evrópusambandinu í framsýni og regluverki.  Kannski hann sé eftir allt saman efni í Kommisar.  Án gamans.  Hvað með þingið? Hafa innflytjendur vöru og framleiðendur innlendir það sterk tök á þingmönnum að […]

Þriðjudagur 09.11 2010 - 20:00

Talvélar í sjónvarpssal

Kastljósið sniðugt. Fyrst Jón Gnarr hikandi og viðurkennnandi vanmátt og svo næst tvær talvélar sem hika aldrei, humma aldrei, vita alltaf hvað þeir ætla að segja, vita allt, verður aldrei svara fátt, typískir íslenskir stjórnmálamenn, orðaflaumurinn takmarkalaus.  Ekki skal lítið gert úr þeim miklu vandamálum sem þeir félagar Steingrímur Sigfússon og Árni Sigfússon bæjarstjóri eru að fást […]

Mánudagur 08.11 2010 - 20:10

Jón Gnarr frábær!

Það var lærdómsríkt að horfa á Jón Gnarr í Kasljósinu.  Venjulegur maður sem er borgarstjóri og er ekkert að þykjast vera eitthvað annað en hann er.  Ekkert málskrúð, ekkert lýðskrum. Rökréttur, hugsandi, vill vel.  Það er mikill léttir að gamli Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki ráða Reykjavík með andliti nýja Sjálfstæðisflokkins.  Hvernig væri að losna alveg við […]

Mánudagur 08.11 2010 - 09:48

Um vináttuna!

Vinátta er ,,stofnun“ í okkar samfélagi sem hefur farið svolítið á flakk.  Hugtakinu hefur verið stolið af peningavélum eins og facebook og raunar með almennri orðnotkun eins og ,,vinalína“ Rrauða Krossins.  Þá eiga hjón eiga að vera ,,vinir“ samkvæmt tískunni og um leið er hjónahugtakið sett á flakk.  Svo hefur vináttuhugtakið fengið á sig spillingarstimpil […]

Höfundur