Þriðjudagur 09.11.2010 - 20:00 - Lokað fyrir ummæli

Talvélar í sjónvarpssal

Kastljósið sniðugt. Fyrst Jón Gnarr hikandi og viðurkennnandi vanmátt og svo næst tvær talvélar sem hika aldrei, humma aldrei, vita alltaf hvað þeir ætla að segja, vita allt, verður aldrei svara fátt, typískir íslenskir stjórnmálamenn, orðaflaumurinn takmarkalaus.  Ekki skal lítið gert úr þeim miklu vandamálum sem þeir félagar Steingrímur Sigfússon og Árni Sigfússon bæjarstjóri eru að fást við.  Við verðum og eigum að sjá til þess að allir hafi vinnu og þeir félagar vinna örugglega markvisst og heiðarlega að því, en hvort að árangurinn verður í samræmi við orðaflaum Kastljóssþáttarins á eftir að koma í ljós eins og þingmenn Sjálfstæðisflokksins bentu á  í dag. Sem gamall sveitarstjórnarmaður í Ölfusi hef ég kynnst að lítið getur verið að marka svona samstarfssamninga.  Það var að vísu milli Reykjavíkur og Ölfuss og ekkert varð úr neinu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Akkúrat. Talvélar!

    Það var ekki mikið að marka undirskrift ríkisstjórnarinnar á stöðugleikasáttmálanum.

  • Baldur Sig.

    Ég er nú hissa hversu jákvæður þú ert gagnvart niðurrífandi ósannindaflauminum sem stóð út úr Sjálfstæðismönnum á þingi í dag – að venju.

    Árni Sigfússon var þó heiðarlegri.

    Sjálfstæðismenn eru búnir að rægja ríkisstjórnina í meira en ár fyrir að tefja framkvæmdir við álver í Helguvík. En nú er komið í ljós að einkafyrirtækið sem ætlar að byggja og reka álverið hefur ekki enn getað náð samningum við hitt einkafyrirtækið sem selur orku.

    Halló! Hvernig væri að Sjálfgræðismenn biðji afsökunar á lygum og ófrægingum sínum?

  • Sorrí.

Höfundur