Færslur fyrir apríl, 2011

Föstudagur 29.04 2011 - 09:17

Í klóm hagsmunasamtaka

Jóhanna Sigurðardóttir er ekki gallalaus einstaklingur. Hún er eins og aðrir barn síns tíma. Þannig henti hún undirrituðum út úr launalausri nefnd um aðlögun vinnutilskipana ESB vegna þess eins að hann var í upphafi tilnefndur í nefndina af Framsóknarflokknum (það var þá).  Ég hafði lagt einna mest til í nefndinni enda þarna sem sérfræðingur í misréttisákvæðum.  […]

Miðvikudagur 27.04 2011 - 13:52

Ræðan öll….!

Náð sé með ykkur og friður! Það er með hreinum ólíkindum hvað Íslendingum hefur tekist að spila illa úr komu sinni hingað til lands. Þeir sem fluttu hingað voru þeir sem ekki gátu sætt sig við breytta tíma – vildu áfram fá að vera sjálfstæðir smáhöfðingjar í stöðugum innbyrðis bardögum, sitjandi á stöðugum svikráðum hver […]

Mánudagur 25.04 2011 - 10:59

Illa heppnaðir Íslendingar!

Það er með hreinum ólíkindum hvað Íslendingum hefur tekist að spila illa úr komu sinni hingað til lands. Þetta var aldrei fyrirmyndarríki útlaga sem ekki gátu sætt sig sameinaðan Noreg.  Þeir sem fluttu hingað voru þeir sem ekki gátu sætt sig við breytta tíma – vildu áfram fá að vera sjálfstæðir smáhöfðingjar í stöðugum innbyrðis […]

Þriðjudagur 19.04 2011 - 10:09

Sigrúnu í Skálholt

Tíðindi  aprílmánaðar í þjóðkirkjunni eru  að kona, Sigrún Óskarsdóttir, varð efst í vígslubiskupsforvali kirkjunnar.  Aðeins eitt atkvæði vantaði upp á það að önnur kona Agnes Sigurðardóttir kæmist einnig í úrslit .  Þær stöllur skákuðu Kristjáni Val Ingólfssyni helsta helgisiðasérfræðingi kirkjunnar og Karli Matthíassyni viðurkenndum og vinsælum vímuefnapresti sem  býr nú að því óvænta hlutskipti að […]

Mánudagur 18.04 2011 - 09:45

Heimur hinna vitfirrtu!

Sannir Finnar; Sannir Svíar; Sannir þjóðverjar; Sannir Hollendingar; Sannir Frakkar; Sannir Danir, Sannir Serbar; Sannir Króatar;  Sannir Albanir;  Sannir Sóvenar; Sannir Sóvakar; Sannir Ítalir; Sannir Anndorrumenn; Sannir Armenar; Sannir Boizníu og Herzegovinumenn; Sannir Ukraínumenn; Sannir Svisslendingar; Sannir Spánverjar; Sannir Norðmenn, Sannir Pólverjar; Sannir Eistlendingar; Sannir Lettar; Sannir Georgíumenn;  Sannir Ungverjar; Sannir Rúmenar; Sannir Kýpurmenn; Sannir […]

Sunnudagur 17.04 2011 - 09:27

Ingólfur Margeirsson

Ég minnist Ingólfs Margeirssonar með hlýju.  Hann var þarna úti þegar ég hóf stopulan  blaðamennskuferil  fyrir 30 árum.  Hann var einn af þeim sem við bárum mikla virðingu fyrir.  Viðtöl hans í Helgarpóstinum og teikningarnar sem fylgdu sitja enn í minninu. Ég kynntist Ingó lítið persónulega þá.  Hann var aðeins utan og ofan við, fannst […]

Fimmtudagur 14.04 2011 - 17:02

ESB móðursýki!

Óstjórnleg ESB móðursýki í sumum mönnum.  Hvað er að óttast þó við göngum í ESB? Við erum þegar mestanpart þar inni og það eina sem breytist er að við komumst að borðinu þar sem ákvarðanir eru teknar. Engin þjóð í ESB hefur áhyggjur af sjálfstæði sínu.  Þetta er bandalag sjálfstæðra þjóða.  Með fullri aðild opnast […]

Miðvikudagur 13.04 2011 - 22:18

Ríkisstjórnin hafði betur í rökræðunni!

Ríkisstjórnin hafði betur í rökræðum í kvöld. Jóhanna steig upp og flutti frábæra ræðu, raðaði þriggja stiga körfum. Steingrímur var einnig upp á sitt besta og tók mörg fráköst.  Atli, Ásmundur og Lilja sigldu sinn sjó og fylla fámennan en minnistæðan flokk vinstri manna sem hafa brugðist vinstri stjórnum. Annars liggur miðjan í íslenskri pólítík […]

Miðvikudagur 13.04 2011 - 10:47

Húmoristar á Þingi!

Datt inn á Alþingisrásina þar sem þeir létu ljós sitt skína húmoristarnir Gunnar Bragi Sveinsson og Ásbjörn Óttarsson.  Þeir voru að týna til rök gegn ,,einn maður eitt atkvæði“ sem er víst eitthvað franskt kjaftæði frá árinu 1789.  Samkvæmt þeim félögum þá verða að vera fleirri þingmenn af landsbyggðinni af því að allt er í Reykjavík nema […]

Þriðjudagur 12.04 2011 - 16:08

Ríkisstjórnin sitji sem fastast!

Persónulega finnst mér að ríkisstjórnin eigi að sitja sem fastast og menn eigi að sýna Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni meiri virðingu.  þau hafa barist áfram af þrautseigju og samviskusemi í ferð sem þau verða að fá að ganga til enda, niður í dalinn og aftur upp. Við kusum þau til þess að leiða […]

Höfundur