Fimmtudagur 14.04.2011 - 17:02 - Lokað fyrir ummæli

ESB móðursýki!

Óstjórnleg ESB móðursýki í sumum mönnum.  Hvað er að óttast þó við göngum í ESB? Við erum þegar mestanpart þar inni og það eina sem breytist er að við komumst að borðinu þar sem ákvarðanir eru teknar. Engin þjóð í ESB hefur áhyggjur af sjálfstæði sínu.  Þetta er bandalag sjálfstæðra þjóða.  Með fullri aðild opnast gríðarlegt markaðssvæði fyrir framleiðsluuvörur okkar.  Menning okkar myndi styrkjast.  Mannréttindi aukast. Stjórnsýslan verða betri. Lífskjör almennings myndu batna. Það eru meira að segja líkur á því að bændum hætti að fækka en búum hefur fækkað hrikalega hérlendis undanfarinn áratug.  Samt truflast sumir menn hreint og beint þegar kemur að þessu nánast sjálfsagða máli sem innganga í ESB er?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (15)

  • stefán benediktsson

    Hvorki bretar, írar, skotar, portúgalir, spánverjar, grikkir, eða maltverjar hafa áhyggjur af sjálfstæði sínu. Þeir hafa eflaust áhyggjur af afkomu sinni en hver hefur það ekki? Við lifum að 75% í ESB, öll sveitarfélög landsins eru löngu gengin í ESB enda hafa þau sáralítið um landbúnað eða sjavarútveg að segja. Þetta er ekki móðursýki Baldur, þetta er bara óraunsæi.

  • Garðar Garðarsson

    Virðum lýðræðið og leyfum íslensku þjóðinni að kjósa um ESB eftir upplýsta umræðu.

  • Mikið rétt hjá þér !

    Stundum hefur maður það á tilfinningunni að ESB andstæðingar vilji alls ekki ferðast til evrópu og eiga samskipti við evrópubúa !

    Eitthvað falkst við þetta !

Höfundur