Færslur fyrir mars, 2011

Miðvikudagur 30.03 2011 - 17:10

Segjum Já við Icesave!

Hrunið hófst með biskupstíð Sigurbjarnar Einarssonar 1959 sagði Kristinn Jens Sigurþórsson guðfræðingur og snillingur í Saurbæ og vitnaði þá til þess að með Sigurbirni hefði frjálslynda guðfræðin sem lagði áherslu á Jesú sem siðaprédikara vikið fyrir Jesú hinum krossfesta og upprisna og þar með áhersla færst frá veraldlegum siðaboðskap yfir í hið háleita og tímalausa […]

Mánudagur 28.03 2011 - 09:44

,,Racismi“ – Fyrirlestur um Kynáttafordóma í tilefni alþjóðlegs baráttudags gegn kynþáttafordómum 21. mars.

 Í hugtakinu ,,racismi“ fekst kynþáttahyggja sem er sú skoðun að kynþættir hafi ólíka eiginleika og þá erum við að tala um eiginleika eins og greind, hæfni og skapferli. Ég nota oftast kynþáttafordóma yfir hugtakið ,,racismi“  sem má útleggja sem (neikvæða) fordóma gagnvart fólki af öðrum kynþáttum.  Oft/stundum er ,,racismi“ þýtt sem kynþáttahatur sem er þá […]

Mánudagur 21.03 2011 - 08:03

Í minningu 69 mótmælenda!

Evrópa er fjölmenningarsamfélag. Í öllum ríkjum álfunnar, þar með talið á Íslandi, eru fjölmennir hópar innflytjenda sem fóstra menningu upprunalandsins og aðlagast smátt og smátt menningu heimalandsins. Hugmyndir um að ólíkir menningarheimar renni áreynslulaust saman á tveimur til þremur kynslóðum hafa reyndar ekki gengið upp. Þriðja kynslóð innflytjenda hefur ekki tileinkað sér ekki mál og […]

Miðvikudagur 16.03 2011 - 14:28

21. mars 2011.

Á Íslandi er vart pláss fyrir nema eina umræðu í einu.  það sem ekki er peningamál eða spilling fær engan gaum. Á meðan svelta hin þörfustu mál nema sá flötur þeirra er snýst um peninga. Þetta er auðvitað skiljanlegt.  Fólk talar um það sem það hefur ekki.  Því miður hefur það yfirleitt verið svo með flesta […]

Mánudagur 14.03 2011 - 11:30

Hvar erum við stödd?

Eftir viku, mánudaginn 21. mars er alþjóðadagur gegn kynþáttafordómum.  Af því tilefni boðar Þjóðmálanefnd Þjóðkirkjunnar til málþings undir yfirskriftinni: Hvar erum við stödd?  Þar munu Toshiki Toma og Baldur Kristjánsson reyna að greina í hve miklum mæli kynþáttafordómar dafna hér á landi og svara því hvað við erum að gera til þess að berjast gegn […]

Laugardagur 12.03 2011 - 16:34

Össur ræðir við Svartfellinga!

Ég sé að Össur Skarphéðinsson er í Ungverjalandi á fundi forystumanna Evrópusambandsins og hitti þar sérstaklega utanríkisráðherra Svartfjallalands. Svartfellingar sækja nú eins og við um aðild að  Evrópusambandinu og mikil samstaða er meðal þeirra um að komast þar inn.  Þeir eru nýbúnir að kljúfa sig frá Serbíu(2006) og vilja nú tryggja sjálfstæði sitt og framfararir […]

Föstudagur 11.03 2011 - 16:33

Uppeldisrof !

Það varð uppeldisrof á níunda áratugnum.  Þá hættu íslendingar endanlega að ala upp nýjar kynslóðir.  Báðir foreldrar voru farnir að vinna úti. Bæði kom til sjálfsögð og eðlileg jafnréttisbarátta og svo þurfti þess smám saman til þess að standa undir félagslegum kröfum.  Á árunum 1976 til 1996 gjörbreyttust velmegunarviðhorfin.  Normið var að eiga góða bíla, […]

Fimmtudagur 10.03 2011 - 15:15

Borgaryfirvöld standa sig……

Og enn minni ég á að Íhaldsstjórnin í Bretlandi er að skera miklu meira niður en vinstri stjórnin hér. Síðast voru þeir að skera niður laun og fjölda lögreglumanna.  Annars eru borgaryfirvöld í Reykjavík að standa sig vonum framar. þetta fólk í meirihlutanum, Gnarr og Dagur og Oddný,  á virkilegt hrós skilið fyrir það að […]

Þriðjudagur 08.03 2011 - 14:53

Thor væri óskiljanlegur….

Ég fór að kíkja og ég sé að ég á margar bækur Thors.  Ég man hvernig því víkur við.  Á þrítugsaldri var mér umhugað um að upptrekkja bókmenntasmekk ættarinnar og gaf nánum ættingjum bók eftir Thor Vilhálmsson á jólum. Oftar en ekki hélt ég á gjöfinni heim með þeim orðum þiggjanda að hún væri betur […]

Mánudagur 07.03 2011 - 19:34

Bændur, verið óhræddir, því …….

Nokkur ár síðan ég reyndi að segja forystumanni íslenskum að ekki væri allt sem sýndist með að finnskur landbúnaður hefði farið illa út út úr ESB aðild.  Ekki var hlustað, menn eru fastir fyrir. Þetta var eftir samræður sem ég átti við finnskar mannvitsbrekkur. Nú hefur Þröstur Haraldsson leitt rök að því sama í ríkara […]

Höfundur