Miðvikudagur 30.03.2011 - 17:10 - Lokað fyrir ummæli

Segjum Já við Icesave!

Hrunið hófst með biskupstíð Sigurbjarnar Einarssonar 1959 sagði Kristinn Jens Sigurþórsson guðfræðingur og snillingur í Saurbæ og vitnaði þá til þess að með Sigurbirni hefði frjálslynda guðfræðin sem lagði áherslu á Jesú sem siðaprédikara vikið fyrir Jesú hinum krossfesta og upprisna og þar með áhersla færst frá veraldlegum siðaboðskap yfir í hið háleita og tímalausa eðli guðdóms og tilveru.  þjóðin þar með’ hafið hinn siðhallandi dans um gullkálfinn (þó fjarri fari því að það hafi verið ætlun nokkurs).  Þetta er skýringartilraun, sennilega sett fram bæði í gamni og alvöru og til að undirstrika stærð kirkjuhöfðingjans, og leitar orsaka í andlegri deiglu og sennilega á þetta tímabil í íslenskri kirkju og samfélagssögu eftir að verða tengt minningu Sigurbjörns um langa hríð, slíkur tímamótamaður sem hann var.  En má þá ekki fara enn lengra aftur og rekja hrunið allt aftur til hernámsins 1940 þegar hin fátæka, íslenska afdalaþjóð komst að því að þræla mætti sér út fyrir peninga í staðinn fyrir að þræla sér út fyrir ekki neitt og hóf velmegunargönguna sem var samhliða göngunni úr sveitum landsins á suðvesturhornið en það er svo ekki fyrr en en kynslóðin sem fædd er eftir stríð og hafði alist upp í stórum görðum í vesturbænum en ekki moldarhraukum að græðgin tekur völdin og þjóðin svo stutt komin að lögfræðingar úr sömu smiðjunni réðu lögum og lofum eins og títt er í  nýríkjum sem þurfa að byggja upp lagaforða sinn en eru ekki komin á það stig að lúta viturra manna ráðum.  Því fór sem fór og mér fer sem fleirum að ég er hættur að geta skrifað um ósköpin og óttast að þjóðin eigi sér ekki viðreisnar von.

Ég held samt að góð og vitur öfl gætu hér orðið ráðandi sérstaklega ef við hættum öllum heimóttarskap og þjóðernisrembingi, semjum um Iseave, göngum í Evrópubandalagið og komum auðlindum þjóðarinnar í hendur hennar sjálfrar.  Mér sýnist að hættulegustu óvinirnir á þessari leið séu þeir sem standa yst til vinstri og yst til hægri þ.m.t. stærsta sneiðin af hinum fyrrum hófsama og gæfa Framsóknarflokki og kem þeirri orsendingu á framfæri hér að aldrei hafa ráð þeirra sem standa á köntunum gefist nokkurrri þjóð vel.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Kristjan Hilmarsson

    „Your comment is awaiting moderation.“ stendur enn yfir mínu innleggi, sem er frá kl. 17:38 í gær (30mars).

    Leitt þar sem ég reyndi bara að svara nokkurnveginn í sömu mynt og innlegg bloggseiganda, sem mér fannst bæði orðbeitt og kryddað með húmor, þó ég væri ósammála innihaldinu.

    Hvað það er í innlegginu sem ekki hlýtur náð fyrir augum eiganda bloggsins, er ég ekki viss um, en þessu ræður hann og við því er ekkert að gera, en langar að reyna aftur og taka aðeins með það sem ég kalla rétta söguskoðun, og reyna um leið að „milda“ orðalagið eitthvað:

    „Þetta með „goðsögnina“ um að hernámið hafi komið velmeguninni af stað á Íslandi, þetta stutta tímabil í „bretavinnunni“ og eitthvað var verið að „atast“ fyrir kanann líka, verður bara goðsögn eins og flestir sem nenna að hugsa útfyrir eiginn nafla og nefbrodd sjá.
    Velmegunin tók nefnilega kipp, þegar norðmenn kynntu bátavélar fyrir Íslendingum og svo í framhaldi af því miðluðu af sinni áunnu kunnáttu við fiskveiðar.

    Og við það að vélvæða fiskibátana, losnaði um talsvert vinnuafl, sem gat þá farið að snúa sér að því að verka fiskinn almennilega, sem aftur leiddi af sér verðmætasköpun og aukna velmegunn, en svo var þetta með Danina, það varð fljótlega augljóst að langt frá allur ávinningur af þessum bættu vinnubrögðum myndi skila sér alfarið til þjóðarinnar, Danir tóku sinn toll af ágóðanum, þar með var fullveldisyfirlýsingin 1944 næsta skref í átt að stórum framförum í efnahagslífi Íslands, Íslendingar sýndu svo ekki var um villst að allt sem þeir lærðu, gerðu þeir fljótlega betur en „kennararnir“ og þróuðu einnig fljótt sínar eiginn aðferðir til fullkomnunar.

    Síðan gengur þetta sinn gang, nýsköpunartogararnir, stórvirkjanir, nýting jarðhitans og síðast en ekki síst, útfærslu fiskveiðilögsögunnar, allt þetta sem hefði tekið helmingi lengri tíma undir stjórn annars ríkis, jafnvel sumt aldrei orðið, framtak og uppfinningasemi, þróast illa undir stjórn „framandi“ afla.

    En svo það að vanhæfir og valdagráðugir pólítíkusar ásamt siðblindum fjárglæframönnum, hafi síðan tekist að koma þessu öllu í hrun á örfáum árum, er hvorki Sigurbirni biskup né „Bretavinnunni að kenna, að halda slíku fram, lyktar langar leiðir af „blekkingu“ til að fá þjóðina til kjósa yfir sig kúgunina og ófrelsið sem hélt henni í fátækragreipum um kynslóðir,láta aðra segja sér fyrir verkum, hvar eigi að skera niður, hvernig og í hverju eigi að fjárfesta, þannig var þetta í aldir eða allt þar til menn en ekki mýs tóku af skarið 1944 og margsinnis eftir það, hversvegna sná við dæminu nú, þó svo við höfum tekið ranga stefnu síðustu 2 áratugina fram að hruni ??
    NEI !! við Icesave, NEI við AGS, JÁ við fullveldi og frelsi til byggja upp landið á ný.
    MBKV
    KH

  • Þjóðmundur

    Jú.

  • Mr. Crane

    Hmm… voru það ekki Þjóðverjar sem skiluðu fullveldi landsins…. Veit ekki til þess að Jón Sig hafi verið ráðgjafi hjá Adolf.

  • Baldur Kristjánsson

    Agaetis innlegg Kristjan, en ther var hafnad fyrst ut af ordinu ,,raus“. Sa gamli ordinn vidkvaemur. Kv. B

Höfundur