Föstudagur 01.04.2011 - 09:36 - Lokað fyrir ummæli

Einbeittur höfnunarvilji!

Nú er best að fara varlega.  En sú spurning vaknar: Hvers vegna má ekki Priyönku Thapa Nepölsk stúlka búa hér?  Af mannúðarástæðum eða bara án ástæðna?  Af hverju er hún ekki boðin velkomin og fjöldamargir aðrir sem vilja vera hér en fá ekki?  Er þetta fólk ekki nógu ríkt? Erum við of mörg?  Ég lít út um gluggann hjá mér og ég sé nægt rými.  Ég hef satt að segja aldrei skilið þessa stefnu íslenskra stjórnvalda að senda þá kerfisbundið í burtu sem hér vilja vera. Nú er óþægilegt að spyrja út í einstök mál. Sérstakar ástæður geta legið að baki synjun,  í stöku tilfelli getur verið glæpón á ferð. En mér finnst stjórnvöld skulda okkur skýringar á þessum einbeitta höfnunarvilja sem birst hefur í veruleikanum í köldum og gráum úrskurðum Útleningastofnunar á undanförnum árum og áratugum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Mér skilst að stúlkan sé au pair og að það flæki málin. Ef hún væri einfaldlega námsmaður þá gengi þetta allt greiðlega í gegn, þ.e. dvalarleyfið, en einhverjar sérstakar reglur eru í gildi í samb. við au pair ungmenni. Það er ætlast til að þau fari til síns heima að dvöl lokinni, þau verða síðan að sækja um dvalarleyfi þar og geta ekki komið aftur til Íslands fyrr en eftir eitt ár.

    Annaðhvort að breyta þessum reglum eða þingið taki málið upp og geri undanþágu í þessu tilfelli. Sem virðist rík ástæða til vegna sérstæðra aðstæðna þessarar stúlku.

Höfundur