Færslur fyrir október, 2012

Sunnudagur 21.10 2012 - 20:35

Viljum breytingar í stað stöðnunar!

Sú staðreynd að Þjóðkirkjan skyldi haldast inni í hinni ráðgefandi atkvæðagreiðslu gefur til kynna að það hafi ekki verið róttækingarnir sem héldu á kjörstað heldur góður þverskurður af þjóðinni og  ekki síst sá hluti hennar sem heldur uppá gömul og góð gildi. Það ætti að vera þeim umhugsunarefni sem sífellt hafa allt á hornum sér þegar kemur að breytingum […]

Fimmtudagur 18.10 2012 - 11:37

Stjórnarskrá – einstakt tækifæri!

Drögin að stjórnarskrá sem við greiðum atkvæði um á laugardaginn myndu að mínum dómi sóma sér vel sem stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.  Þau standast að mínu viti fyllilega samanburð við aðrar nýrri stjórnarskrár í Evrópu og eru í sama fasa og þær. Það má alveg sjá aldur stjórnarskráa eftir uppbyggingu þeirra og innihaldi.  Eftir því sem […]

Mánudagur 15.10 2012 - 09:11

Talsmaður gegn misrétti!

Teitur Atlason varpar á bloggi sínu fram hugmynd Birgittu Jónsdóttur um umboðsmann flóttamanna.  Ég tel þá hygmynd góða.  Augljóslega þarf einhvern sem fylgist með því hvernig lögum og reglum sé framfylgt og fylgist með því fyrir hönd almennings og stjórnvalda að lög og reglur og framkvæmd þeirra séu ávallt mannúðlegar og í samræmi við mannréttindasáttmála. […]

Föstudagur 12.10 2012 - 19:54

Ummæli fyrirliðans!

Ummæli landliðsfyrirliðans segja ekki aðeins sögu af honum heldur af okkur öllum. Strákurinn elst upp í samfélagi þar sem ríkisfréttastofan tíundar ætíð þjóðerni gangstera sem eru af öðru þjóðerni en íslensku. Mönnum finnst því sem heilu  þjóðirnar séu glæpalýður- alast upp við það- þannig virkar það. Í annan stað hefur KSÍ ekki staðið sig.  Alvöru […]

Föstudagur 12.10 2012 - 11:16

Friðarverðlaunin!

Evrópusamband hlaut Friðarverðlaun Nóbels.  Frábært.  Það er í skynjun allra sem hafa fylgst með þróun mála í Evrópu hvílík gjörbreyting hefur orðið á viðhorfum þjóða innan Evrópu hverrar  til annarrar.  Þær líta á hvor aðra sem vina og samstarfsþjóðir og eru auðvitað í bandalagi sem bindur slíkt þannig að jafnvel þó inn á teppið komi […]

Fimmtudagur 11.10 2012 - 11:02

Björt Framtíð – hin nýja Framsókn!

Öfgalaus miðjuflokkur, yfirvegaður, kurteis talsmáti, fólk samvinnu og jafnaðar.  Björt Framtíð hefur allt að sem Framsóknarflokkurinn hafði en skortir nú.  Og þá er ekki minnst á þann sem leiðir flokkinn og fann sig ekki í hinum nýja Framsóknarflokki harðlínumanna. Hver veit nema að Guðmundur Steingrímsson eigi eftir að verða forsætisráðherra eins og faðir hans og […]

Fimmtudagur 11.10 2012 - 07:55

Þorp myndu lifna við….

Þau koma mér ekki á óvart orð Finnnans Timo Summa að dreifðar byggðir Íslands myndu hafa mestan ávinning af inngöngu í ESB.  Þorp og héruð myndu lifna við…..   Við myndum njóta góðs af byggðastefnu bandalagsins og einnig menningarstefnu.  Meira að segja landbúnaður sem slíkur myndi njóta góðs af. Undarlegt hvað margir talsmenn  landbúnaðar og dreifðra byggð […]

Mánudagur 08.10 2012 - 11:01

Auðlindaákvæðið og stjórnarskráin!

Vitaskuld fer maður á kjörstað 20. október. Tillögur stjórnlagaráðs eru spennandi.  Drögin standast fyllilega samnburð við nýjar stjórnarskrár sem hafa verið að skjóta upp kollinum undanfarin ár þ.m.t. ákvæði um mannréttindi og náttúruvernd.  Ástæðan fyrir því að ég fer á kjörstað er þó fyrst og síðast auðlindaákvæðið.  Ég má ekki til þess hugsa að börn min […]

Höfundur