Fimmtudagur 11.10.2012 - 07:55 - Lokað fyrir ummæli

Þorp myndu lifna við….

Þau koma mér ekki á óvart orð Finnnans Timo Summa að dreifðar byggðir Íslands myndu hafa mestan ávinning af inngöngu í ESB.  Þorp og héruð myndu lifna við…..   Við myndum njóta góðs af byggðastefnu bandalagsins og einnig menningarstefnu.  Meira að segja landbúnaður sem slíkur myndi njóta góðs af.

Undarlegt hvað margir talsmenn  landbúnaðar og dreifðra byggð eru harðvítugir andstæðingar ESB aðildar, innmúraðir og  innvígðir, eins og þeir hafi loksins eignast alvöru djöful til að takast á við.  Áhyggjur vakna einnig yfir orðfærinu sem er svipað og hjá hægri öfgaflokkum í Evrópu sem undantekningalítið hafa snúist gegn ESB og nota svipað orðfæri og helstu andstæðingar ESB hér á landi. Kenna ESB við Sovét, Gúlag, nauðung og þrældóm.  Þetta eru talsmenn ,,Sannra Finna“, ,,Gert Wilder“ í Hollandi og ,,Gullin dögun „ Grikkja.

Fylgið hefur blessunarlega hrunið af þessum öfgaflokkum og vonandi fer fullorðið fólk að gæta orða sinna betur hér heima…..og hugsa málin fordóma og æsingalaust.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur