Mánudagur 08.10.2012 - 11:01 - Lokað fyrir ummæli

Auðlindaákvæðið og stjórnarskráin!

Vitaskuld fer maður á kjörstað 20. október. Tillögur stjórnlagaráðs eru spennandi.  Drögin standast fyllilega samnburð við nýjar stjórnarskrár sem hafa verið að skjóta upp kollinum undanfarin ár þ.m.t. ákvæði um mannréttindi og náttúruvernd.  Ástæðan fyrir því að ég fer á kjörstað er þó fyrst og síðast auðlindaákvæðið.  Ég má ekki til þess hugsa að börn min og barnabörn upplifi það að auðlindir landsins, fiskurinn, orkan, landið sjálft verði í eigu örfárra, hvað gerist ef menn halda ekki vöku sinni.  Sérhagsmunir eru í öllum samfélögum  sterkir og lönd sem búa að  sérstökum auðlindum eru í hættu að verða misskiptingu og óréttlæti að bráð.  Aðeins sterkt almannavald getur tryggt jöfnuð og réttlæti. Norðmönnum hefur tekist þetta en það var ekki átakalaust.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur