Sunnudagur 16.09.2012 - 09:25 - Lokað fyrir ummæli

20. október – Þjóðaratkvæðagreiðsla í lýðræðisríkinu.

Þeir sem vilja að að ákvæði um Þjóðkirkju sé í stjórnarskrá hljóta að fjölmenna á kjörstað 20. október þegar kannaður verður hugur fólks til ýmissa grundvallarþátta varðandi stjórnarskrá m.a. þess hvort að ákvæði um þjóðkirkju eigi að vera í stjórnarskrá.  Mörgum finnst þetta mjög mikilvægt atriði. það er þó ekki verið að greiða atkvæði um Þjóðkirkjuna sem slíka.  Nægilegt er, ef út í það er farið, að ákvarða stöðu hennar í lögum.

Í stað ákvæða um tiltekna kirkjuskipan mætti hugsa sér ,,dyggðaákvæði“. Kristin arfur og hinn humanísku gildi skuli móta lög  samfélags okkar. Mér finnst það þó hæpið að ákveða grunngildi í stjórnarskrá eða lögum.  Annað hvort eru þau til staðar í grunninum eða ekki.

Þýðingarmest af öllu er þó ákvæði um trúfrelsi upp að því marki að ekki hrófli við allsherjarreglu.  Og trúfrelsi þarf auðvitað að vera meira en orðin tóm.  En það er eins með það og annað.  Ef umburðarlyndi er ekki til staðar þá er fjandinn laus.

En atkvæðagreiðslan 20. október er gríðarlega þýðingarmikil.  Þá gefst okkur sem lifum í hinu fræga lýðræðisríki kostur á að tjá okkur um grundvallarþættiokkar eigin þjóðskipulags.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur