Fimmtudagur 13.09.2012 - 08:39 - Lokað fyrir ummæli

Góðar fréttir frá Hollandi!

Góðu fréttirnar frá Hollandi eru að flokkur Gert Wilders beið afhroð í kosningunum í gær.  Hafði 24 þingmenn en hrapaði niður í 15.  Gert Wilder og flokkur hans PVV (Gert Wilders party) byggir á andstöðu við innflytjendur, einkum Múslima. Flokkurinn varð hluti af ríkisstjórn 2010 en hrökklaðist út úr henni vegna ágreinings um fjárlög. Ljóst var fyrir kosningar nú að þær myndu snúast um efnahagsmál.  Flokkur Wilders lagðist gegn Efnahagsbandalaginu og Evrunni, og beið sem fyrr segir afhroð.  Frábært,  þessi flokkur hefur skaðað umræðuna í Hollandi og Evrópu frá sjónarhóli hins mikla meirihluta fólks sem ber hag minnihluatahópa fyrir brjósti og áttar sig á því að innflytjendur eru hluti af samfélagsgerðinni, nauðsynlegur, óhjákvæmilegur og jákvæður þáttur í samfélagsgerð okkar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur