Færslur fyrir janúar, 2011

Mánudagur 31.01 2011 - 13:42

Málþing um staðgöngumæðrun 14. febrúar

Þjóðmálanenfnd Þjóðkirkjunnar heldur málþing um staðgöngumæðrun á toginu í Neskirkju 14. febrúar kl. 12:00.  Tilefnið er þingsályktunartillaga sem gerir ráð fyrir að staðgöngumæðrun verði leyfð hér á Íslandi. Fjöldamörg álitaefni eru þarna á ferð og munu dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, og guðfræðingarnir og siðfræðingarnir Irma Sjöfn Óskarsdóttirog Baldur Kristjánsson tjá sig um málið í knöppum […]

Miðvikudagur 26.01 2011 - 17:27

Þriðja VALDIÐ!

Hæstiréttur er þriðja VALDIÐ.  Það skiptir HÖFUÐmáli hverjir sitja þar. Íslenskir vinstri menn sjá til þess að hér situr yfirleitt hægri sinnuð stjórn.  Þess vegna sitja í dómnum íhaldssamir lagahyggjumenn.  Hafa íslenskir vinstri menn, sem eru sumir í Framsókn,  hugleitt það að taka  sig saman og stjórna landinu í u.þ.b. tuttugu ár og jafna svolítið leikinn?  þeir […]

Mánudagur 17.01 2011 - 15:18

Óþægilegar minningar rifjast upp!

Ég kipptist 50 ár aftur í tímann þegar ég renndi yfir óopinberan leiðara Agnesar Bragadóttur í Sunnudagsblaði Moggans þar sem hún fjallar um ,,hálfvitahátt“ Jóns Gnarr og Dags eins og hún orðar það og skrifið allt í þessum anda. Verið að fjalla um pólitíska óvini(að fréttablað skuli eiga sér pólitíska óvini er nú skrítið út […]

Laugardagur 15.01 2011 - 18:36

Megum ekki forpokast meir en orðið er

Við þurfum að uppfæra íslenska mannréttindalöggjöf og gefa mannréttindum meira stjórnskipunarlegt vægi. Við ættum að gefa alþjóðlegum sáttmálum sem við undirritum lagalegt gildi.  Innleiða viðauka nr. 12 við Mannréttindasáttmála Evrópu sem bannar mismunun. Innleiða löngu tímabærarar tilskipanir í vinnurétti frá ESB.  Ganga í Evrópusambandið ekki síst vegna mannréttinda.  Við megum ekki einangrast og forpokast meira […]

Fimmtudagur 13.01 2011 - 14:55

Af túlkamálum fyrir dómstólum!

Mér varð aðeins á í messunni í gær þegar ég talaði um rétt útlendinga í dómskerfinu þegar kæmi að túlkamálum.  Dæmið sem vakti viðbrögð mín var af vettvangi sýslumanna en þeir eru hluti af framkvæmdavaldinu nú orðið eins og við eigum að vita.  Formaður Dómarafélags Íslands, Ólafur Ólafsson,  áminnti mig um þetta af sinni elskusemi […]

Miðvikudagur 12.01 2011 - 11:43

Verkefni: Aðlögun að því besta…

 Nú reka menn upp ramakvein yfir því að réttur útlendinga í dómskerfinu sé fyrir borð borinn hvað varðar túlkaþjónustu.  þetta hefur legið fyrir alla tíð. Réttur til túlkaþjíónustu er mjög takmarkaður hér á landi.  Eftirlitsnefnd Evrópuráðsins ECRI hefur bent á þetta í öllum skýrslum sínum, síðast 2007 með eftirfarandi ráðleggingu: ,,ECRI recommends that the Icelandic […]

Sunnudagur 09.01 2011 - 14:28

Silfrið: Beið eftir Bítlunum..!

Virkilega góð útvarpsprédikun hjá Sigrúnu Óskarsdóttur presti í Árbæjarkirkju í útvarpinu í morgun.  Kristur í prédikuninni vappandi um á meðal vor í mynd kærleika og umhyggju.  Engra lykilorða krafist, opið öllum.  það eru nokkrir athyglisverðir prestar uppi nú um stundir.  Við þurfum einn af þeim í Skálholt. Sigrún væri eftirtektarverður kandidat í það embætti.  Notalegt að […]

Fimmtudagur 06.01 2011 - 16:48

Hallærisgangur í VG

Orðhengilsháttur fulltrúa VG þessa dagana þegar þeir eru að reyna að fela vandræðagang sinn fyrir kjósendum er hallærislegur.  Þeir fara undan spurningum í flæmingi eins og hræddir ófleygir fuglar. Annars a allt í pólitíkinni á að vera fyrir opnum tjöldum. Þingfundir eru opnir. Bæjarstjórnarfundir eru opnir. Það eiga þingnefndarfundir líka að vera.  Flokksráðsfundir eiga að […]

Höfundur