Sunnudagur 09.01.2011 - 14:28 - Lokað fyrir ummæli

Silfrið: Beið eftir Bítlunum..!

Virkilega góð útvarpsprédikun hjá Sigrúnu Óskarsdóttur presti í Árbæjarkirkju í útvarpinu í morgun.  Kristur í prédikuninni vappandi um á meðal vor í mynd kærleika og umhyggju.  Engra lykilorða krafist, opið öllum.  það eru nokkrir athyglisverðir prestar uppi nú um stundir.  Við þurfum einn af þeim í Skálholt. Sigrún væri eftirtektarverður kandidat í það embætti.  Notalegt að sjá Eið Guðnason og Svavar Gestsson í Silfrinu.  Ég fylltist af nostalgíu og beið eftir Bítlunum og Rolling Stones.  En ég þakkaði fyrir að vera laus við Framsóknarflokkinn þegar fulltrúi hans byrjaði að tala í ESB umræðu um útlensk glæpagengi. Hó, Hó er ekki Frjálslyndi flokkurinn dottinn út af þingi?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Ég sá ekki Silfrið – en talandi um Frjálslynda flokkinn og stefnu hans – mér skilst á þeim sem hlusta á bullið í útvarpi sögu að þar sé nú aldeilis róið að því að stofna þjóðernisflokk

  • Ég er hvorki aðdáandi Framsóknarflokksins né Vidísar Haukssdóttur.
    .
    Tel hins vegar fulla ástæðu að ræða opinskátt um kosti og galla Schengen samstarfsins. Þar á meðal aðgengi glæpagengja að landinu.
    Við viljum opna umræðu, ekki satt?

  • Það var nákvæmlega ekkert notalegt að sjá Svavar Icesave snilling í Silfrinu.

  • Baldurkr

    Sammala Einari en hver umraeda hefur sinn takt og ton. fannst notegt ad sja Svavar. Bkv. B

Höfundur