Fimmtudagur 06.01.2011 - 16:48 - Lokað fyrir ummæli

Hallærisgangur í VG

Orðhengilsháttur fulltrúa VG þessa dagana þegar þeir eru að reyna að fela vandræðagang sinn fyrir kjósendum er hallærislegur.  Þeir fara undan spurningum í flæmingi eins og hræddir ófleygir fuglar. Annars a allt í pólitíkinni á að vera fyrir opnum tjöldum. Þingfundir eru opnir. Bæjarstjórnarfundir eru opnir. Það eiga þingnefndarfundir líka að vera.  Flokksráðsfundir eiga að vera opnir.  Þingflokksfundir sömuleiðis.  Hvað er fólk að fela með öllum þessum lokuðu fundum?  Hörð skoðanaskipti. Ríkisleyndarmál?  Nei, það er að undirstrika vald sitt. Lokaðir fundir eru í ætt við fornar launhelgar trúarbragðanna og eiga ekkert skylt við ,,nýtt Ísland“ eða betri siði í stjórnmálum.  Það sem ekki má segja fyrir opnum tjöldum eiga kjörnir fulltrúar ekki að segja.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • Gunnar gamli … að sjálfsögðu borgum við ekki einkaskuldir einkavinavæddra bankaræningja og fjárglæpamanna sem enn fá að valsa um allt ríkiskerfið í slagtogi með handrukkara stríðskapítalista.
    Gunnar gamli … að sjálfsögðu þiggjum við ráð frá öllum velviljandi og vísum mönnum, þmt. mörgum laga- og hagfræðiprófessorum við virtustu háskóla erlendis sem dregið hafa það í efa að við eigum að borga.
    Gunnar gamli … að sjálfsögðu viljum við ekki auka á óréttmætar skuldir okkar með því að neyða okkur til að samþykkja lán … vilt þú auka skuldirnar (taka lán) Gunnar minn og ert þú þá kannski svona 2007 gæi í afneitun.
    Ég er bara óbreyttur nóboddí, sem hef nóg með að borga mín stökkbreyttu og verðtryggðu íbúðarhúsasjóðslán og segi bara nei takk að borga skuldir Bjögganna.

  • Gunnar gamli … þér til upplýsingar þá er það AGS (IMF)
    sem er handrukkari stríðs-kapítalistanna sem brugga launráðin í City og Wall Street
    og með dyggri aðstoð Deutsche Bank,
    en litli Bjöggi er nú orðinn leppur þeirra og Katrín Júlla í iðnaðar tekur við pöntunum (stundum með milligöngu Vilhjálms Þorsteinssonar, Verne Holding, sem Samfylkingin hefur sem fulltrúa í auðlindanefnd og kom einnig á Stjórnlagaþing). Wunderbar?

Höfundur