Færslur fyrir maí, 2011

Þriðjudagur 31.05 2011 - 11:53

Tóbak drepur!

Gallinn við tóbaksumræðuna er að fíklarnir hlauppa til og afsaka fíknina.  Grípa til frelsisraka.  Þykjast hafa lesið Adam Smith. Vitna í Georg Orwell. Þeim sést yfir að tóbak drepur einnig þá sem ekki reykja.  Skemmir lungu þeirra og æðakerfi. Flýtir dauðdaga.  Þess vegna á að banna reykingar þess vegna í heiminum öllum.  Lágmark er að […]

Mánudagur 30.05 2011 - 11:03

Að reisa Ísland úr rústum!

Í raun og veru eru ekki til nema tvær stjórnmálastefnur jafnaðarstefna sem byggir á að forsenda góðs samfélag og góðs mannlífs byggi á jöfnuði meðal fólks. Þess vegna beri að halda jöfnuði fram fyrst.  Síðan er frjálshyggjustefna sem byggir á því að ójöfnuður leiði af sér bestu útkomuna fyrir alla þegar upp er staðið.  Þess vegna komi […]

Föstudagur 27.05 2011 - 10:10

Thai-Íslendingar!

Innflytjendur eru ekki einsleitur hópur.  Sumir eru frá Thaílandi, aðrir frá Póllandi, enn aðrir frá Danmörku og svo framvegis og svo framvegis.  Sérhver hópur ber með sér sérstaka menningu sem mikilvægt er að einstaklingar innan hans  fái að rækta og viðhalda jafnframt því að tileinka sér hina nýju menningu.  Sá sem flytur til nýrra heimkynna […]

Fimmtudagur 26.05 2011 - 11:45

Hvað er í gangi hjá Fram fótboltafélagi?

Allt frá því að pabbi minn sagði mér að halda með Val þegar ég var fimm ára á Melavellinum hef ég haft taugar til Fram. Ég var reyndar í Val lengi vel vegna  búsetu en skipti formlega yfir uppúr  þrítugu og lagði Fram m.a. til ágætis leikmann upp í gegnum alla yngri flokkana.  Fram er […]

Miðvikudagur 25.05 2011 - 08:47

Kynt undir fordómum!

Statistik sem sýnir að glæpatíðni sé hærri meðal fólks  sem ekki er búsett í upprunalandi sínu ber að taka af varúð.  Reyndar sýna tölur aðeins slíkt um tiltekna hópa og nýkomna.  En ýmislegt hjálpar þarna til.  Fordómar eru í garð fólks úr þessum hópi meðal almennings, lögreglu og dómara.  Margsinnis hefur verið sýnt fram á […]

Þriðjudagur 24.05 2011 - 10:53

Lýðsskrumsfyrirspurn!

Lýðskrumsflokkum sem ala á útlendingaótta hefur vaxið fiskur um hrygg í Evrópu á undanförnum árum og misserum.  Tónn forsvarsmanna meginflokka hefur sem viðbragð við þessu orðið óbilgjarnari í garð útlendinga en þeir hafa þó gætt sín að fara ekki yfir ákveðin strik.  Hér á Íslandi hafa smáflokkar jafnt sem meginflokkar verið til fyrirmyndar enda Íslendingar umburðarlyndir […]

Föstudagur 20.05 2011 - 09:58

Þöggunarverksmiðjur!

Vitskuld á Árnessýsla að vera orðin eitt sveitarfélag.  Tímaskekkja er það að hafa sex til átta sveitarfélög fyrir 10.000 manns.  Lítil sveitarfélög eru þöggunarverksmiðjur.  Samkvæmt félagsfræðinni  er það fámennur hópur sem ræður því hvernig fólk situr og stendur í smáum sveitarfélögum, gjarnan hæft og duglegt fólk sem hefur hreiðrað vel um sig.  Skiptir ekki öllu […]

Þriðjudagur 17.05 2011 - 11:39

Kristinn Sigmundsson sjálfur…

Það var einhverju sinni að ég var fenginn til að skíra í parhúsi í Reykjavík og ekki svo sem í frásögur færandi nema á sama tíma var Vigfus þór Árnason stórprestur að skíra í hinum hluta parhússins. Við Vigfús höfðum hist fyrir utan og þótti þetta skondin tilviljun en ég man að ég fann mikið […]

Sunnudagur 15.05 2011 - 11:06

Hörpuhátíð og íslenskt snobb!

Harpa er stórglæsilegt hús og allir Íslendingar hafa lagt fram fé til þess. Sumir af digrum sjóðum sínum. Aðrir af skorti sínum og þá á ég við skattgreiðendur á lágmarkslaunum.  Þeir eru miklu merkilegri en hinir skv. ritningunum t.d. sbr. söguna um fátæku ekkjuna. Fiskvinnslukonurnar sumar þeirra ekkjur, íslenskar sem tailenskar ,voru hins vegar ekki […]

Föstudagur 13.05 2011 - 22:55

Um Kynþætti- berist til Illuga og Þorvaldar!

Ég les það að Stjórnlaganefndin ætli að taka út hugtakið ,,kynþáttur“ úr mannréttindakafla stjórnarskrárinnar.  Ég þekki rökin þau að mannkynið sé einn kynþáttur, ekki margir. En þrátt fyrir það hafa mannréttindanefndir á heimsvísu ekki yfirgefið hugtakið.  Það er af mörgum ástæðum.  Hugtakið kynþáttur hefur fengið þá merkingu að það feli í sér uppruna/arfgerð/litarhátt, er e.k. […]

Höfundur