Miðvikudagur 25.05.2011 - 08:47 - Lokað fyrir ummæli

Kynt undir fordómum!

Statistik sem sýnir að glæpatíðni sé hærri meðal fólks  sem ekki er búsett í upprunalandi sínu ber að taka af varúð.  Reyndar sýna tölur aðeins slíkt um tiltekna hópa og nýkomna.  En ýmislegt hjálpar þarna til.  Fordómar eru í garð fólks úr þessum hópi meðal almennings, lögreglu og dómara.  Margsinnis hefur verið sýnt fram á það að einstaklingar úr þessum hópi eru sjálfkrafa grunaðir, þeir eru meðal þeirra sem fyrst er athugað með.  Þeir nást sem sagt oftar en hinir. Það skekkir statistikina. Það er margt annað sem telur.  Einstaklingar úr þessum hópi eru oftar atvinnulausir en aðrir, búa iðulega við lélegri skilyrði en meðaljóninn.  Síðastir inn en fyrstir út þegar að kreppir um vinnu. Eiga takmarkaðan og oft engan rétt til bóta.  Fólk úr þessum hópi  stendur iðulega höllum fæti.  Það kann að vera hluti af skýringunni. Enginn fremur afbrot vegna þess að hann er af erlendu bergi brotinn.  Fólk úr þessum hópi á ekki að gjalda þess frekar en við sem erum vestan úr Dölum þó að glæpagengi fari milli landa og beri hér niður. Rétt og skynsamlegt og í samræmi  við gott siðferði og mannréttindasáttmála að líta á innflytjendur sem manneskjur en ekki sem hóp.  Það sama á við um hælisleitendur og flóttamenn og allar manneskjur.

Þess vegna eru fyrirspurnir eða orðræða sem tengir saman glæpi og útlendinga og sjúkdóma og útlendinga til þess fallnar að  auka enn á fordóma í samfélaginu og þar með erfiðleika margra.  Þeir sem bera slíkt fram sá fræjum ófarnaðar í sitt samfélag því að öll eigum við mikið undir því að sá hugsunarháttur sem hópgerir fólk víki fyrir hugsunarhætti sem lítur á manninn sem manneskju.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Sæll Grímur og takk fyrir innlitið og þið hin. Það sem er á bak við þessa setningu mína sem þú gagnrýnir: Vegna fordóma eru þeir sjálfkrafa grunaðir. Þetta er alþjóðlegt fyrirbrigði. Alveg má deila um það að hvaða marki þetta á við hér. Bkv. baldur

  • Stefán B. Hjaltason

    aldur, það hlýtur að mega að ræða þessi mál án þess að hrópað sé, kynþáttahatur! – rasistar! – útlendingahræðsla! – og annað í þeim dúr.

    Slíkar upphrópanir eru bara örvæntingarfull tilraun til þöggunar sem virkar í raun öfugt. Þetta er þekkt billeg aðferð til að þagga niður í óþægilegri umræðu.

    Án umræðu verður aldrei til skilningur á þessum málum, bara skotgrafahernaður og fordómar.

    Er það furða að fólk velti því fyrir sér hvað valdi því að um 50% allra fanga hér á landi séu erlendir ríkisbogarar?

    Allir hljóta að sjá að hér er eitthvað að.

    Erlendir glæpamenn sem hingað koma, vilja helst sitja inni hér á landi, hafa þeir sagt sjálfir.

    Ástæðan er sú að hér er aðbúnaður fangelsum miklu betri og manneskjulegri en í heimalöndum þeirra.

    Þess vegna finnst þeim það áhættunar virði að fremja glæpi hér á landi.

    Fangelsin hér á landi bjóða upp á ókeypis líkamsrækt, fría læknishjálp, ókeypis mat, frítt kapalsjónvarp, ókeypis nám, ókeypis sálfræðihjálp, ókeypis tannlækningar, fríhelgi einu sinni í mánuði þar sem föngum gefst kostur á að dvelja utan fangelsis, vasapeninga, ókeypis símtöl, ókeypis nettengingu, „gott“ félagslíf, o.fl.

    Gamalt fólk sem dvelur á öldrunarstofnunum hér á landi þar aftur að borga fyrir öll sambærilega gæði.

    Er nema von að fólk spyrji spurninga.

  • Stefán! Færslan mín fjallar ekki um thetta. Lestu aftur. Kv. B

Höfundur