Þriðjudagur 24.05.2011 - 10:53 - Lokað fyrir ummæli

Lýðsskrumsfyrirspurn!

Lýðskrumsflokkum sem ala á útlendingaótta hefur vaxið fiskur um hrygg í Evrópu á undanförnum árum og misserum.  Tónn forsvarsmanna meginflokka hefur sem viðbragð við þessu orðið óbilgjarnari í garð útlendinga en þeir hafa þó gætt sín að fara ekki yfir ákveðin strik.  Hér á Íslandi hafa smáflokkar jafnt sem meginflokkar verið til fyrirmyndar enda Íslendingar umburðarlyndir og mannelskir upp til hópa.  Nú hefur formaður Framsóknarflokksins vikið frá  þessum gildum sem mótuð hafa verið bæði á vettvangi Evrópuráðsins og Evrópusambandsins og tengir sama glæpi og útlendinga í lýðskrumsfyrirspurn á Alþingi Íslendinga.  Gamlir og grónir Framsóknarmenn ættu að taka formanninn á hné sér og kenna honum að ræða þessi mál án þess að ala á úlfúð í garð þeirra samborgara okkar sem eru af erlendum bergi brotnir eða innflytjenda og hælisleitenda almennt.

Kjósendur spörkuðu Frjálslynda flokknum út af borðinu fyrir sams konar tilburði.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (19)

  • Sæll séra Baldur ritskoðari. Það er nokkuð þekkt að það fólk sem aðhyllist kratisma er ístöðulítið fólk sem stöðugt er að eltast við það sem það heldur hverju sinni að sé í týsku. Það er venjulega eitt í dag og annað á morgun sem fangar hug þessa fólks sem á það sameiginlegt að kallast kratar. En það er annað sem einkennir ykkur og það er hversu illkvittin þið eruð gagnvart pólitískum andstæðingum ykkar. Þið hafið lagt ykkur eftir því að taka upp vinnubrögð íhaldsmanna í Bandaríkjunum, bera óhróður upp á pólitíska andstæðinga ykkar undir formerkjunum “ let the bastard deny“.Þið getið ekki tekið þátt í pólitískri umræðu á annan hátt en þann að reyna að kasta skít í andstæðinginn. Mér leiðist ógurlega svona aumingjar sem ekki geta rökrætt pólitík, bara kynnt undir hatur og illindi í þjóðfélaginu. Þú ert þannig karakter Baldur. Sjáðu nú þetta blogg þitt í dag varðandi nefnda fyrirspurn formanns Framsóknarflokksins. Fyrirspurn sem skiptir engu máli en þú notar hana til að koma illum hugsunum inn hjá fólki, reynir að etja þjóðinni saman. Þú reynir að ala á útlendingahatri með skrifum þínum og það undir þeim formerkjum að þú sért svo frjálslyndur, sjálfur katólikkinn. Þú ert aumkunnarverður séra Baldur, reglulega aumkunnarverður karakter. Vinsamlegast hlífðu okkur lesendum Eyjunnar við því að upplifa hversu brotinn karakter þú augljóslega ert.

  • Heidahans! Ég hafnadi athugasemd frá thér í dag af thví ad thú dróst födur minn inn í málin. Thessi er allt í lagi eins og sjá má.

  • Ingibjörg Stefáns

    Jóhannes: Þú spyrð um Hjörleif Guttormsson og viðhorf hans. Þá er kannski rétt að minna á hann barðist ákaflega gegn EES-samningnum á sínum tíma, m.a. með þeim rökum að allt myndi fyllast hér af verkafólki frá Suður-Evrópu. Þetta var í kringum 1993 og varð ekki vart slíkrar fjölgunar.

    Hjörleifur er einn þeirra vinstrimanna sem fyrst og fremst virðist byggja utanríkispólítík sína á þjóðerniskennd. Ég virði hins vegar baráttu hins í umhverfismálum.

Höfundur