Þriðjudagur 24.05.2011 - 10:53 - Lokað fyrir ummæli

Lýðsskrumsfyrirspurn!

Lýðskrumsflokkum sem ala á útlendingaótta hefur vaxið fiskur um hrygg í Evrópu á undanförnum árum og misserum.  Tónn forsvarsmanna meginflokka hefur sem viðbragð við þessu orðið óbilgjarnari í garð útlendinga en þeir hafa þó gætt sín að fara ekki yfir ákveðin strik.  Hér á Íslandi hafa smáflokkar jafnt sem meginflokkar verið til fyrirmyndar enda Íslendingar umburðarlyndir og mannelskir upp til hópa.  Nú hefur formaður Framsóknarflokksins vikið frá  þessum gildum sem mótuð hafa verið bæði á vettvangi Evrópuráðsins og Evrópusambandsins og tengir sama glæpi og útlendinga í lýðskrumsfyrirspurn á Alþingi Íslendinga.  Gamlir og grónir Framsóknarmenn ættu að taka formanninn á hné sér og kenna honum að ræða þessi mál án þess að ala á úlfúð í garð þeirra samborgara okkar sem eru af erlendum bergi brotnir eða innflytjenda og hælisleitenda almennt.

Kjósendur spörkuðu Frjálslynda flokknum út af borðinu fyrir sams konar tilburði.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (19)

  • Við getum náttúrulega stungið höfðinu í sandinn og hunsað tilvitnanir í lögreglumenn sem tala um uppgang skipulagðrar glæpastarfsemi annars vegar innlenda hópa sem eru reyndar sumir orðnir undirdeild í útlendum glæpasamtökum og hinsvegar erlenda hópa (sem dæmi litháíska mafían… http://www.logreglufelag.is/index.php?option=com_content&task=view&id=203&Itemid=2)

    Eða spurt á Alþingi hvernig staðan í þessum málum er. Kannski er þetta ekki neitt neitt, mögulega er einhver áhugaverð tölfræði orðin til á síðustu árum en það er að mínu viti hreinlegra að reyna að fá staðreyndir uppá borðið heldur en að leyfa umræðunni að grassera í kringum „erlendur maður gerir ljótt“ fyrirsagnir í blöðunum.

  • Sigurður #1

    Endilega kíkið á þessa skýrslu hér, og sérstaklega bls 14.
    http://www.mbl.is/media/24/1924.pdf

    Þarna sést að nú eru um 63 fangar með erlent ríkisfang í fangelsum á Íslandi.
    Ég efast um að það sé eðlilegur fjöldi í hlutfalli við fjölda útlendinga á Íslandi án þess að fullyrða það.

    Þarna sést líka að fjöldi útlendinga í íslenskum fangelsum nær tvöfaldaðist á árunum 2007-2008.

    Þarna er eitthvað að, og það er engum greiði gerður ævinlega að stýra þessari umræðu út í upphrópanir um rasisma.

  • Jóhannes Þór aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs vitnar í Hjörleif Guttormsson um áhrif Schengen á afbrot !!!! Hvernig hefur Scengen áhrif á afbrot?
    Og svona í framhjáhlaupi þá hefur skipulögðum glæpum fjölgað á Bretlandseyjum í svipuðum takti og í Schengen löndum.
    Varnartilburðir aðstoðarmannsins benda ekki til þess að annað liggji að baki fyrirspurninni en ómerkilegur populismi.

  • Baldur Kristjánsson

    Jóhannes Thor adstodarmadur? Thú ættir ad hlusta á thér vitrari mann í stad thessa múdurs (gildir um ymsa adra hér).kv.

Höfundur