Föstudagur 20.05.2011 - 09:58 - Lokað fyrir ummæli

Þöggunarverksmiðjur!

Vitskuld á Árnessýsla að vera orðin eitt sveitarfélag.  Tímaskekkja er það að hafa sex til átta sveitarfélög fyrir 10.000 manns.  Lítil sveitarfélög eru þöggunarverksmiðjur.  Samkvæmt félagsfræðinni  er það fámennur hópur sem ræður því hvernig fólk situr og stendur í smáum sveitarfélögum, gjarnan hæft og duglegt fólk sem hefur hreiðrað vel um sig.  Skiptir ekki öllu máli hverjir eru í formlegri sveitarstjórn.  Engin fjölmiðlun er í svona sveitum – aðeins meðvitundarlaus auglýsingablöð.  Viðkvæm mál eru ekki rædd.  Allt er á slúðustigi. Þeir sem eru vanir opinnni umræðu og þeir sem vilja breytingar hrökklast gjarnan burt.  Svo maður haldi sig við heimahérað þá myndi ástandið skána ef Árnessýsla yrði eitt sveitarfélag, möguleikar opnast og magnast.  Áfram þyrftu allir þó að vera á andþöggunarverði og grípa þyrfti til átaks til að örva opna opinbera umræðu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Þetta er ekkert betra í sameinuðum sveitarfélögum. Í Húnaþingi Vestra, þaðan sem ég kem er þetta nákvæmlega svona eins og þú lýsir.

    Þannig að ef þú vilt koma í veg fyrir svona alveg. Þá þarf að endurhugsa sveitarfélagaformið á Íslandi frá grunni.

  • MJÖG góður punktur, Baldur.

    Hvet þig til að útfæra nánar og skrifa blaðagrein.

    Þetta er afar þarft umfjöllunarefni- þöggunin almennt og ekki síður fjölmiðlaleysið.

    Vond fjölmiðlun er að verða þjóðarógæfa.

    Hvet þig til að fylgja þessu eftir!

    Kv
    R

  • steinunn Friðriksdóttir

    Hárrétt hjá þér

Höfundur