Þriðjudagur 31.05.2011 - 11:53 - Lokað fyrir ummæli

Tóbak drepur!

Gallinn við tóbaksumræðuna er að fíklarnir hlauppa til og afsaka fíknina.  Grípa til frelsisraka.  Þykjast hafa lesið Adam Smith. Vitna í Georg Orwell. Þeim sést yfir að tóbak drepur einnig þá sem ekki reykja.  Skemmir lungu þeirra og æðakerfi. Flýtir dauðdaga.  Þess vegna á að banna reykingar þess vegna í heiminum öllum.  Lágmark er að selja það ekki í matvöruverslunum   nema þá í sömu hilli og ræstiduft og annar lífshættulegur óþveri. Fær nokkur að standa á svölum fjölbýlishúsa og sprauta æstidufti í kringum sig.  Eða standa fyrir framan fyrirtæki sitt og sprauta skordýraeitri á vegfarendur. Nei, tóbak er eitur og drepur ekki bara fíkilinn, einnig aðra.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (16)

  • fullorðin

    Ég er fullorðin og ég kann ekki við þennan ofsa. Er á móti reykingum og áfengi — en þessi tilskipun gengur of langt.

  • Bannað að blóta í Barnsley — næst á dagskránni?

  • Stofnanir eins og Umferðarráð og Tóbaksverndunnarráð eitthvað — hafa nóga peninga til að auglýsa í sjónvarpi og dagblöðum daginn út og inn til að segja okkur sömu hlutina aftur og aftur — eins og hinn viti borni maður hafi náð þessu ekki í fyrsta sinn.

    Þarna ræður fólk sem hefur ekkert annað að gera en að segja okkur aftur og aftur sömu hlutina um hættur heimsins og fær borgað fyrir það.

    Og hugsar eflaust með sjálfum sér : Hvernig getum við sagt þetta aftur án þess að endurtaka okkur.

  • Ég er alveg sammála þér Baldur, og ég er reykingakona. Ég geri mér grein fyrir að ég er fíkill og þarf hjálp, kannski hjálpar þetta mér og mörgum öðrum. Ég held líka að til langs tíma litið sé þetta stórt gæfuspor. Siv á hrós skilið fyrir baráttuna. Ef fíkniefni eiga að vera til sölu í matvöruverslunum, af hverju þá að selja bara tóbak?

Höfundur