Miðvikudagur 12.01.2011 - 11:43 - Lokað fyrir ummæli

Verkefni: Aðlögun að því besta…

 Nú reka menn upp ramakvein yfir því að réttur útlendinga í dómskerfinu sé fyrir borð borinn hvað varðar túlkaþjónustu.  þetta hefur legið fyrir alla tíð. Réttur til túlkaþjíónustu er mjög takmarkaður hér á landi.  Eftirlitsnefnd Evrópuráðsins ECRI hefur bent á þetta í öllum skýrslum sínum, síðast 2007 með eftirfarandi ráðleggingu:
,,ECRI recommends that the Icelandic authorities ensure that persons withoutsufficient command of the Icelandic language have access to good quality interpretation in all circumstances where the exercise of their rights is at stake.“
Íslensk lög og íslenskar reglur er varða rétt innflytjenda og einnig  hælisleitenda og flóttamanna eru ekki alslæmar en ekki meðal þess besta sem þekkist í Evrópu og sjálfsagðar úrbætur vantar á mörgum sviðum.  þarna er verðugt verkefni fyrir velferðarstjórn.  það er svo sannarlega þörf á aðlögun að því sem best gerist á þessu sviði sem öðrum.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur