Mánudagur 17.01.2011 - 15:18 - Lokað fyrir ummæli

Óþægilegar minningar rifjast upp!

Ég kipptist 50 ár aftur í tímann þegar ég renndi yfir óopinberan leiðara Agnesar Bragadóttur í Sunnudagsblaði Moggans þar sem hún fjallar um ,,hálfvitahátt“ Jóns Gnarr og Dags eins og hún orðar það og skrifið allt í þessum anda. Verið að fjalla um pólitíska óvini(að fréttablað skuli eiga sér pólitíska óvini er nú skrítið út af fyrir sig)  greinilega með sama hætti og á árunum eftir 1960 og það gerir Mogginn á hverjum degi í leiðurum og í Staksteinum en ég fletti því gjarnan á bókasafninu enda verð ég að fylgjast með því hverjir eru dánir og hverjir þá enn hérna megin.

Þegar ég var lítill hamaðist Mogginn svona á föður mínum, reyndi að gera lítið úr honum á allan hátt.  Kannski hefur hann eins og Gnarr og Dagur ekki tekið þetta nærri sér en ungur piltur sem sótti nám í Melaskóla og Hagaskóla las þetta sér til sárinda og mátti ofan í kaupið þola glósur frá krökkum sem voru svo óheppin að alast upp í húsum þar sem tekið var mark á Mogganum.   Lengi var mér illa við blaðið en síðan lagaðist þetta og ég og Morgunblaðið urðum vinir.  Ég skrifaði oft í blaðið og alltaf var það keypt á heimili mitt þar til fyrir skömmu. En nú rifjast gamlar leiðar minningar upp þegar ég sé kjaftháttinn en ég sé ekki annað úrræði í því en að bíða og vona að sem fyrst verið skipt þar um áhöfn nema sú sem nú er sjái að sér  og fari að haga sér eins og hún vinni á blaði en ekki pólitísku æsingariti.

Og punkturinn er þessi. Stjórnmálamenn eiga börn.  Þegar af þeirri ástæðu eiga blöð að haga sér siðlega.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Punkturinn er líka þessi: Stjórnmálamenn eiga börn. Einnig af þeirri ástæðu eiga þeir að haga sér siðlega.

  • Teitur Atlason

    Það sem þarf og hefur allta þurft er fólk sem setur undir sig hausinn og veður í þetta lið. Það á ekki að haga sér eins og mafíósinn sem mætti alltaf með hníf í byssubardaga. þannig hafa vinstri menn alltaf tæknað hægrið. Umborið fasisma þess og yfirgang.

    það er löngu orðið tímabært að setja kork ofan í Sjálfstæðið.

Höfundur