Miðvikudagur 26.01.2011 - 17:27 - Lokað fyrir ummæli

Þriðja VALDIÐ!

Hæstiréttur er þriðja VALDIÐ.  Það skiptir HÖFUÐmáli hverjir sitja þar. Íslenskir vinstri menn sjá til þess að hér situr yfirleitt hægri sinnuð stjórn.  Þess vegna sitja í dómnum íhaldssamir lagahyggjumenn.  Hafa íslenskir vinstri menn, sem eru sumir í Framsókn,  hugleitt það að taka  sig saman og stjórna landinu í u.þ.b. tuttugu ár og jafna svolítið leikinn?  þeir hafa til þess meirihluta og hafa lengi haft.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Eyjólfur

    Hæstiréttur er engin heilög kýr og niðurstöður hans eru ekki alltaf réttar eða endanlegar.Sum mál fara til alþjóðlegra dómstóla eftir meðhöndlun íslenska hæstaréttarins og er oft snúið við þar. Þessi niðurstaða hæstaréttar að ógilda kosningarnar er pólítísk og vægast sagt gífurlega ólýðræðisleg. Ágallarnir á framkvæmdina höfðu engin áhrif á niðurstöðu kosningarinnar.
    Það er mikið veikleikamerki hjá ríkisstjórninni ef hún tekur ekki í taumana og beitir sér fyrir að skipa þetta fólk, sem náði kosningu, með lögum á stjórnlagaþingið.

  • Hrafn Arnarson

    Það er gömul og ný saga að Sjálfstæðisflokkurinn (og Framsókn)hafa slegið eing sinni á réttarkerfið að verulegu leyti. Pólitísk skipan dómara gerir þá mjög háða skipunarvaldinu. Það er því afar mikilvægt að gera breytingar á núveerandi skipan. Það tekur tíma og það mun kosta mikla baráttu. Eitt af embættisverkum forseta BNA er að skipa dómara í Hæstarétt. Þetta er afar mikilvægt og miklir hagsmunir í húfi. Innan lögfræðinnar eru lagaskólar og hefðir og túlkanir. Hæstiréttur Íslands helddur sig strangt við lagabókstafinn og má færa fyrir því ýmis rök. Vandamálið er hins vegar ósamræmi sem er á milli eðlis ágallanna við framkvæmd kosninganna og þeirrar stóru ákvörðunar að ógilda heilar kosningar. samræmi þarf að vera milli brots og refsingar. Hæstiréttur hefur það sér til afsökunar að lög um kosningar eru ruglingsleg og illa unnin hér á landi. Til eru lög um Alþingiskosningar og önnur lög um sveitastjórnakosningar. Þau síðarnefndu eru gömul og um sumt úrelt. Til eru sérstök lög um þjóðaratkvæðagreiðslu og loks voru samþykkt sérstök lög um stjórnskrárþing. Þetta er óeðlilegt. Rétt er að hafa ein almenn lög um kosningar. Menn þurfa sem sagt að venda sig mun betur á þessu sviði. Þjóðin vill örugglega ekki aðra uppákomu svipaða og nýlega varð.

  • Hefur ekki ríkið (og hæstiréttur) tapað öllum málum sem skotið hefur verið til mannréttindadómstólsins? Man einhver eftir máli sem ríkið hefur unnið fyrir alþjóðlegum dómstólum.

Höfundur