Miðvikudagur 26.01.2011 - 17:27 - Lokað fyrir ummæli

Þriðja VALDIÐ!

Hæstiréttur er þriðja VALDIÐ.  Það skiptir HÖFUÐmáli hverjir sitja þar. Íslenskir vinstri menn sjá til þess að hér situr yfirleitt hægri sinnuð stjórn.  Þess vegna sitja í dómnum íhaldssamir lagahyggjumenn.  Hafa íslenskir vinstri menn, sem eru sumir í Framsókn,  hugleitt það að taka  sig saman og stjórna landinu í u.þ.b. tuttugu ár og jafna svolítið leikinn?  þeir hafa til þess meirihluta og hafa lengi haft.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Eyjólfur

    Ussuss, eru lagahyggjumenn í Hæstarétti? Hvað næst, læknar á sjúkrastofnunum?

  • Já, og bókstafstrúarklerkar í kirkjunni???

  • Frjalslyndir lagahyggjumenn eru lika til Eyjolfur grai.kv. By

  • Uni Gíslason

    Vinstri menn án Framsóknar hafa ekki haft þennan meirihluta lengi, en hafa notað s.l. áratugi í fátt annað en að rægja og gera lítið úr Framsókn, kannski í von um að rífa af þeim annars ágæta flokki nokkur atkvæði.

    Vinstri menn hafa ekki haft nokkra hugsjón til myndunar á valdstjórn, enda varla haft starfhæfa langtíma pólitíska hugsjón, heldur vaggað milli Blairisma og einhverskonar þjóðernis-Stalínisma (og allt þar á milli).

    Vinstri menn geta ENN þann dag í dag ekki staðið sem einn og lifa t.d. tveir flokkar innan VG vegna (að því er virðist) félagslegs vanþroska og pólitískrar blindni.

    En þeim er vorkunn, því þetta eru þeirra fyrstu skref sem meirihluti Alþingis og mikið á þá lagt.

    Þessa dagana er þingflokkur Framsóknar einnig hauslaus her, sem ég veit ekki alveg hvað er eða fyrir hvað hann stendur. Hann segist vera vinstrisinnaður, en talar yfirleitt máli íhaldsins. Hann segist vera til í ESB viðræður en samt ekki vegna einhverra átyllna.

    Hann inniheldur Vigdísi Hauksdóttur, sem er (með fullri virðingu), heimskasta kona sem ég hef nokkru sinni heyrt tala á íslensku og gangandi dæmi um það að lagadeild Bifrastar er sú lélegasta á norðurhveli jarðar.

Höfundur