Mánudagur 15.10.2012 - 09:11 - Lokað fyrir ummæli

Talsmaður gegn misrétti!

Teitur Atlason varpar á bloggi sínu fram hugmynd Birgittu Jónsdóttur um umboðsmann flóttamanna.  Ég tel þá hygmynd góða.  Augljóslega þarf einhvern sem fylgist með því hvernig lögum og reglum sé framfylgt og fylgist með því fyrir hönd almennings og stjórnvalda að lög og reglur og framkvæmd þeirra séu ávallt mannúðlegar og í samræmi við mannréttindasáttmála.

Undanfarin áratug eða svo hefur Evrópuráðið í mynd ECRI hvatt okkur til þess að að stofna embætti umboðsmanns þeirra sem telja sig misrétti beitta vegna uppruna, þjóðernis, litarháttar eða trúar.  Það embætti myndi einnig fylgjast með löggjöf á þessu sviði í umboði almennings og stjórnvalda og vel færi á því að embættið gæti rekið mál fyrir dómstólum.

Þetta embætti umboðsmanns gegn rasisma gæti einnig verið auga og eyra almennings í málefnum flóttamanna.  Þetta færi vel saman enda hygg ég að falli víða undir embætti umboðsmanna á meginlandinu.

Fyrir Hrun voru stjórnvöld mjög varkár þegar kom að því að byggja yfir þennan málaflokk. Eftir Hrun hafa stjórnvöld ekki haft úr miklu að spila. Nú fer hins vegar að birta til vonandi.  Í þessum málaflokki verður við að standa okkur vel. Umboðsmáður á borð við þann sem hér er talað um er í flestum löndum þó að umboð hans sé misfrekt og kominn tími til þess að við skoðum ráðleggingar alþjóðlegra eftirlitsstofnana  í þessum efnum með það í huga að fylgja þeim.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur