Sunnudagur 03.04.2011 - 10:47 - Lokað fyrir ummæli

Í Suðursveit

Var að hlýða á Þorbjörgu Arnórsdóttur lesa upp úr meistara Þórbergi á Þórbergssetrinu á Hala í Suðursveit.  Merkilegir menn, bræður Þórbergur, Steinþór og Benedikt og sú kynslóð sem nú er á fótum nú  hefur gert sitt með því að rækta þann arf sem þeir skildu eftir sig.  Þórbergssetrið er merkt framtak, eilíf sýning um Þórberg Þórðarson meistara íslenskrar tungu og veröld sem var. Hér er gott að koma og gott að vera og yfir gnæfir Steinafjall. Og ritverkið Í Suðursveit verður seint ofmetið.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur