Mánudagur 04.04.2011 - 11:36 - Lokað fyrir ummæli

Ég vil börnum mínum vel!

Ég deili ekki áhyggjum Egils Ólafssonar þeim að börnin okkar verði leidd inn í  breskar þrælabúðir samþykkjum við Icesave. Þvert á móti tel ég þeirra vegna rétt að samþykkja samninginn.  Ég vil skila þeim inn í samfélag sem starfar í sátt og samlyndi við nágrannaþjóðir sínar og samfélag sem stendur við orð sín.  Ég vil að þau eigi möguleika á háskólanámi sem víðast um heim, geti ferðast óhindrað og sest að í öðrum löndum kjósi þau það. Ég vil að afkomendur mínir geti lifað við hagsæld í opnu, góðu samfélagi.   Ég vil ekki að þau alist við einstrengingslega þjóðrembu, þröngsýni eyjaskeggjans, fáfræði og ótta hins einangraða. Ég vil ekki að alist upp við andúð á öðrum þjóðum eða öðru fólki yfirleitt.  Ég vil ekki að þau verði blind á sjónarmið annarra.  Ég vil segja Já við Icesave og tel að ofangreindum markmiðum verði best náð með þeim hætti.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Haukur Nikulásson

    Hvernig dirfist þér að saka okkur sem erum ósammála um „einstrengingslega þjóðrembu, þröngsýni eyjaskeggjans, fáfræði og ótta hins einangraða.“ „….andúð á öðrum þjóðum eða öðru fólki yfirleitt.“ og síðan blindu á sjónarmið annarra?

    Þinn málflutningur gefur ekki tilefni til að þú getir upphafið þig með þessum hætti á okkar kostnað, maður trúandi á fyrirbrigði sem aldrei hefur sést í nútímasögu svo sannanlegt sé og er aldrei hægt að kalla til vitnis. Það ert þú sem ert með risaskammt af stórkostlegum ranghugmyndum.

  • Leifur

    Við skulum ekki gera lítið úr varfæri okkar Íslendinga í fjármálum þó svo við höfum verið óheppin með nokkra stjórnmálamenn og enn færri bankmann. Stjórnmála- og bankamenn sem beittu fyrir sér þessum svokölluðu útrásarvíkingum í þeim tilgangi að ná sínum pólitísku og fjárhagslegu markmiðum.

    Með útsjónasemi og mikill sparsemi á íslenskt launafólk sjóði sem Normenn geta ekki einu sinni státað af.

    Þá á ég við lífeyrissjóði íslenskra launamanna. Það fé sem hver Íslendingur á í þessum sjóðum, per mann, er hærra en það fé sem Norðmenn eiga, per mann, í sínum olíu- og eftirlaunasjóðum.

    Og sannaðu til Leifur, það verður þetta sparsama og útsjónarsama fólk sem mun aftur stöðva óráðsíu þessara stjórnmála- og bankamanna næsta laugardag og fella þennan Icesave samning.

  • Baldur Kristjánsson

    Þeir taka til sín sem eiga Haukur. Ég er ekki að ásaka neinn en ég vil samt ekki að börnin mín alist upp við slíkt. Bkv. Baldur

Höfundur