Laugardagur 12.03.2011 - 16:34 - Lokað fyrir ummæli

Össur ræðir við Svartfellinga!

Ég sé að Össur Skarphéðinsson er í Ungverjalandi á fundi forystumanna Evrópusambandsins og hitti þar sérstaklega utanríkisráðherra Svartfjallalands. Svartfellingar sækja nú eins og við um aðild að  Evrópusambandinu og mikil samstaða er meðal þeirra um að komast þar inn.  Þeir eru nýbúnir að kljúfa sig frá Serbíu(2006) og vilja nú tryggja sjálfstæði sitt og framfararir í landinu með því að taka fullan þátt í samstarfi sjálfstæðra þjóða í Evrópu.  Ég var í Montenegro um daginn á vegum Evrópuráðsins. Það var gott að koma þar sérstaklega fyrir Íslending.  Ísland var fyrsta landið sem viðurkenndi sjálfstæði Montenegro. Það glaðnaði yfir andlitum þegar ég var kynntur komandi frá Íslandi. Í haust var ég í Litháen.  Það er líka gott að vera íslendingur þar. Við vorum einnig fyrst til að viðurkenna sjálfstæði þeirra.  Voru ekki kratar utanríkisráðherrar í báðum tilfellum hér.  Alltaf þegar þeir eru í utanríkisráðuneytinu gerist eitthvað athyglisvert.  Nú er Össur þar, hæfur og reyndur, vonandi göngum við í ESB á hans tíma, samferða Montenegro.  Það yrði frábært.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Ásmundur

    Svartfellingar „vilja nú tryggja sjálfstæði sitt og framfarir í landinu með því að taka fullan þátt í samstarfi sjálfstæðra þjóða í Evrópu.“

    Andstæðingar ESB á Íslandi tala hins vegar um að þjóðin eigi að vera utan ESB til að tryggja sjálfstæði sitt. Skv þessum skilningi hljótum við fyrir löngu að hafa misst sjálfstæðið enda tókum við upp 75-80% af regluverki ESB með aðild okkar að EES.

    Utan ESB erum við án bandamanna, með ónýtan gjaldmiðil, án lánstrausts, einangruð úti í miðju Atlantshafi. Við slíkar aðstæður virðist nýtt hrun blasa við. Það getur hæglega ógnað sjálfstæði okkar.

  • Baldur Kristjánsson

    Gunnlaugur Ingvarsson og Dagga. Þið eruð komin í fjögurra leikja bann á síðunni minni. Gunnlaugur af því að þú ert alltaf að tuða á því sama og verður stöðugt hornóttari (ég fer aldrei inn á annarra manna síður nema með eitthvað jákvætt innlegg a.m.k. kurteislegt). Þú Dagga, nafnleysingi af því að þú ert ferlega meinfýsin og einhvern veginn óyndisleg í skrifum þínum. þú getur bara skrifað einhvers staðar annars staðar. Bkv. baldur

  • Baldur Kristjánsson

    Menn verda ad fa langar raedur um Island og ESB birtar annarsstadar. Og eg birti ekki neitt fra folki sem kann ekki ad greina milli ESB og Evropuradsins og heldur ekki fra theim sem eru med skaeting i minn gard. Tho ekki vaeri nu. Kv. B

Höfundur