Mánudagur 07.03.2011 - 19:34 - Lokað fyrir ummæli

Bændur, verið óhræddir, því …….

Nokkur ár síðan ég reyndi að segja forystumanni íslenskum að ekki væri allt sem sýndist með að finnskur landbúnaður hefði farið illa út út úr ESB aðild.  Ekki var hlustað, menn eru fastir fyrir. Þetta var eftir samræður sem ég átti við finnskar mannvitsbrekkur. Nú hefur Þröstur Haraldsson leitt rök að því sama í ríkara mæli enda lengra um liðið. Breytingar á finnskum landbúnaði er breytingar tímans ekkert ósvipaðar því sem hafa orðið hér en margskonar evrópsk útfærsla hefur styrkt byggð í Finnlandi og æ fleiri forystumenn bænda þar telja að finnskum landbúnaði sé betur borgið innan ESB en utan.

Ótti forystu bænda við ESB er þegar öllu er á botninn hvollft ótti við breytingar, ótti við framtíðina. ESB eða ekki, dregið verður úr tollum og viðskiptahindrunum, en innan ESB er lögð áhersla á að styrkja byggð og búsetu á dreifbýlum svæðum.  Bændur eiga auðvitað að haska sér í það að nútímavæða framleiðslu sína og búa í haginn fyrir þann tíma þegar tollmúrar hrynja eins og múrar Jeríkó og þeir geta flutt framleiðslu sína óhindrað út, beint frá býli ef því er að skipta.  Bændur, verið óhræddir,  því…….

Landbúnaði stafar ekki hætta af ESB.  Landbúnaði á Íslandi stafar fyrst og fremst hætta af lögum frá 2003 sem afléttu ábúendaskyldu á jörðum. Þá var Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Er búin að uppgötva á hverju misskilningurinn hjá mér byggðist og játa það algjörlega á mig. Þú vinnur fyrir Evrópuráðið en ég var að hugsa um evrópska ráðið. Bæði bera fána Evrópusambandsins og því tók ég feil.Fór að grufla í þessu af því mér fannst ótrúlegt að jafnvel þú vissir ekki hvaðan launatékkinn kom.

  • Þetta er alveg magnað, bændum hefur fækkað meira hér á landi en í Finnlandi á undanförnum árum. Rök ykkar nei-sinna fara hvert af öðru í ruslatunnuna. Gaman að því.

  • Baldurkr

    Dagga, ég held að fáfræði á borð við þína sé ansi útbreidd. Og ekki von á öðru þar sem þú gast ekki tekið mark á mér vegna þess að ég vissi hugsanlega eitthvað um málin. En Sovétsamlíking þín er ákaflega óskiljanleg og ber fáfræði vitni(og er ekkert skárri þó einhverjir hafi notað hana áður). Þú veist greinilega ekkert um hvað Evrópusambandið snýst. Komdu svo næst undir fullu nafni. Kv. B

  • Það þykir eðlilegt að nefna ef einhver hefur bein hagsmunatengsl af því að tala fyrir einhverjum málstað. Svo á ekki við í þínu tilviki enda var ég búin að nefna það í síðustu athugasemd. Ég mun koma undir fullu nafni þegar þú byrjar að gera þá kröfu til annarra gesta á blogginu.

Höfundur