Mánudagur 07.03.2011 - 19:34 - Lokað fyrir ummæli

Bændur, verið óhræddir, því …….

Nokkur ár síðan ég reyndi að segja forystumanni íslenskum að ekki væri allt sem sýndist með að finnskur landbúnaður hefði farið illa út út úr ESB aðild.  Ekki var hlustað, menn eru fastir fyrir. Þetta var eftir samræður sem ég átti við finnskar mannvitsbrekkur. Nú hefur Þröstur Haraldsson leitt rök að því sama í ríkara mæli enda lengra um liðið. Breytingar á finnskum landbúnaði er breytingar tímans ekkert ósvipaðar því sem hafa orðið hér en margskonar evrópsk útfærsla hefur styrkt byggð í Finnlandi og æ fleiri forystumenn bænda þar telja að finnskum landbúnaði sé betur borgið innan ESB en utan.

Ótti forystu bænda við ESB er þegar öllu er á botninn hvollft ótti við breytingar, ótti við framtíðina. ESB eða ekki, dregið verður úr tollum og viðskiptahindrunum, en innan ESB er lögð áhersla á að styrkja byggð og búsetu á dreifbýlum svæðum.  Bændur eiga auðvitað að haska sér í það að nútímavæða framleiðslu sína og búa í haginn fyrir þann tíma þegar tollmúrar hrynja eins og múrar Jeríkó og þeir geta flutt framleiðslu sína óhindrað út, beint frá býli ef því er að skipta.  Bændur, verið óhræddir,  því…….

Landbúnaði stafar ekki hætta af ESB.  Landbúnaði á Íslandi stafar fyrst og fremst hætta af lögum frá 2003 sem afléttu ábúendaskyldu á jörðum. Þá var Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Það væri heiðarlegt af þér að útskýra tengsl þín við ECRI svo lesendur geri sér grein fyrir að þú ert langt frá því að vera hlutlægur. Þú þarft að lesa önnur rit en áróðursrit ESB sinna um landbúnað í Finnlandi áður en þú skrifar næsta pistil. Þar tala menn ekki um landbúnaðarhimnaríkið innan nýja Sovíetríkisins.

  • Hrafn Arnarson

    Það er ekki með góðu móti hægt að halda því fram að forystumenn bænda( eða bændur) séu hræddir við framtíðina. það er heldur ekki hægt að saka þá um þröngsýnt ofstæki. Beingreiðslur til bænda hér á landi eru með því hæsta sem gerist um sambærilega styrki í Evrópu. Bændum hefur fækkað ört, búum hefur fækkað og þeim fækkar einnig sem hafa framfærslu sína af hefðbundnum landbúnaði. Samtök bænda og málgögn þeirra njóta ríflegra ríkisstyrkja. Fjármagnskostnaður er að sliga bændur og nánast allar greinar eru reknar með tapi. meðalaldur bænda er mjög hár. Þeir sem vilja bregða búi geta oft ekki selt eignir á viðunandi verði og eiga ekki mikla möguleika á vinnumarkaði. Samtök bænda eru ráðuneytisígildi og hafa mikil völd. Landbúnaður nýtur umfangsmikillar verndar gegn innflutningi. Fjárfestingar leiða ekki til þess að framleiðslukostnaður lækkar heldur til vaxandi skuldabyrði.Verðá matvælum hér á landi er með því hæsta sem gerist. Ýmsir vaxtarbroddar eru í ferðaþjónustu og má helst nefna bændagistingu oh margvíslega þjónustu við ferðamenn. Forystumenn bænda eru ekki haldnir þröngsýnu ofstæki. Afstaða þeirra byggist á köldu hagsmunamati.Þeir hafa mikil áhrif á landbúnaðarstefnuna, beingreiðslur skipta milljörðum og styrkir eru háir. Þeir hafa mikil ítök í tveimur stjórnmálaflokkumþ Þetta er nóg og þeir vilja halda í þetta. Bændur eru nú ca. 4% af vinnuafli.

  • Baldur Kristjánsson

    Dagga(Disa68@internet.is.) ECRI European Commission against Racism and Intolerance er nefnd á vegum Evrópuráðsins og kemur Evrópusambandinu ekkert við. Ég er þar sérfræðingur af Íslands hálfu. En óneitanlega heldur það mér upplýstum að fylgjast með gangi mála í löndum Evrópu yfirleitt og ég á nokkra góða vini í Finnlandi t.d. Ég átta mig ekki alveg á hvað þú ert að þvæla um Sovétrikin í þessu sambandi. það skyldi þó aldrei vera að þú mættir lesa þér betur til. BKv. baldur

  • Baldur. Hvað er Evrópuráðið? Kemur það Evrópusambandinu ekki við? Veistu ekki fyrir hvern þú vinnur fyrir. Hvað Sovíetríkin varðar þá var það samlíking sem er einfalt að skilja út frá samhengi orðanna. Lestu bara setninguna aftur.

Höfundur