Fimmtudagur 10.03.2011 - 15:15 - Lokað fyrir ummæli

Borgaryfirvöld standa sig……

Og enn minni ég á að Íhaldsstjórnin í Bretlandi er að skera miklu meira niður en vinstri stjórnin hér. Síðast voru þeir að skera niður laun og fjölda lögreglumanna.  Annars eru borgaryfirvöld í Reykjavík að standa sig vonum framar. þetta fólk í meirihlutanum, Gnarr og Dagur og Oddný,  á virkilegt hrós skilið fyrir það að leggja í það að sameina skóla, leikskóla og grunnskóla og spara á allan hátt í rekstri borgarinnar. Eins og fyrri daginn andmæla allir og virðast gleyma því að hér varð efnahagshrun og peningar eru takmörkuð auðlind.  Landsbyggðin hefur farið í gegnum sameiningu og niðurlagningu skóla og ekkert að því þó hið sama sé gert í þéttbýlinu þar sem almenningssamgöngur gera allt dæmið auðveldara.  Ofaní kaupið er hreyfing, breyting, já endurskipulagning yfirleitt af hinu góða.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Meðan skorið er niður í leik- og grunnskólum (af því að það verður að skera niður einhverstaðar) eru framlög til ólögbundinna verkefna aukin um 78 milljónir…hvernig er hægt að röskstyðja þetta?

    Ef verið er að hugsa svona mikið í tölum hvernig væri þá að reikna út þann hagnað sem gott skólakerfi skapar. Sameining skóla og leikskóla, þ.e. stjórnenda er ekki til bóta og „sparnaðurinn“ er mjög takmarkaður.

    Þessir leik- og grunnskólar sem verið er að fara að sameina eru að vinna frábært starf eins og þeir eru í dag og ég bara skil ekki af hverju þeir mega ekki blómstra. Það bíður starfsfólks og kennara mikil vinna t.d. við að vinna úr nýrri stefnu sameinaðs skóla næsta haust. Það getur tekið allt upp í 10 ár. Og mikilli vinnu sem farið hefur fram fyrir sameinigu virðist hent í ruslið.

    Hvað vegalengdir varðar þá þurfa kennarar að funda a.m.k. einu sinni í viku. Hver borgar bensínið?

    Ef borgarstjórn ætlar að skipta einum toppi á milli tveggja þríhyrninga…hvað gerist þá??? Á meðan annar þríhyrningurinn hefur toppinn er hinn topplaus. Og topplaus þríhyrningur hættir að vera þríhyrningur, hann er trapísa… Sem foreldri, kennari og íbúi í Reykjavík mótmæli ég þessu rugli!!!

  • Ragnhildur Gunnarsdóttir

    Er algjörlega sammála síðasta ræðumanni. Ef þarf að spara má þá ekki bara leggja niður Leikfélag Reykjavíkur svo eitthvað sé nefnt. Í kreppu er það bara lúxus að geta farið í leikhús og er fullt af fólki sem ekki getur nýtt sér það. Það er búið að skera nóg niður hjá börnunum okkar.

Höfundur