Sunnudagur 17.04.2011 - 09:27 - Lokað fyrir ummæli

Ingólfur Margeirsson

Ég minnist Ingólfs Margeirssonar með hlýju.  Hann var þarna úti þegar ég hóf stopulan  blaðamennskuferil  fyrir 30 árum.  Hann var einn af þeim sem við bárum mikla virðingu fyrir.  Viðtöl hans í Helgarpóstinum og teikningarnar sem fylgdu sitja enn í minninu. Ég kynntist Ingó lítið persónulega þá.  Hann var aðeins utan og ofan við, fannst manni.  Seinna rambaði ég á hann á heilsuhælinu í Hveragerði komandi þar í mat og sem prestsnefna og Ingó í hressingardvöl.  Og ég man að hann tók mér sem aldarvini og var svo hlýr og yndislegur og skemmtilegur og maður óx í návist hans.  Of fátíðir og að sama skapi dýrmætir eru slíkir menn. Einhvern veginn reiknaði ég með því að hitta hann þar af og til um ókomin ár. Ég er þakklátur fyrir kynnin.  Þó ekki hafi þau verið mikil þá voru þau minnistæð og mannbætandi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur