Miðvikudagur 13.04.2011 - 22:18 - Lokað fyrir ummæli

Ríkisstjórnin hafði betur í rökræðunni!

Ríkisstjórnin hafði betur í rökræðum í kvöld. Jóhanna steig upp og flutti frábæra ræðu, raðaði þriggja stiga körfum. Steingrímur var einnig upp á sitt besta og tók mörg fráköst.  Atli, Ásmundur og Lilja sigldu sinn sjó og fylla fámennan en minnistæðan flokk vinstri manna sem hafa brugðist vinstri stjórnum. Annars liggur miðjan í íslenskri pólítík í gegnum Framsóknarflokkinn, þar eru harðlínuhægrimenn í forystu en á kantinum nokkrir sem hneigjast eðlislægt til vinstri. Þetta fólk gerir sjálfum sér engan greiða með því að hanga saman í flokki.  Bjarni Benediktsson eldri sagði fyrir kosningar 1967 svo stimplaðist í huga unglingsins; ,,maður skiptir ekki um hest í miðri á“. Auðvitað situr ríkisstjórnin út kjörtímabilið. Þetta er ágæt ríkisstjórn og árangur hennar og árangur okkar er meiri en bjartsýnustu menn þorðu að vona eða spáðu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Þórður Ingi

    Spin doctor

  • Já Baldur.

    Frú Jóhanna tók gullið

    þegar hún las upp úr

    Litlu gulu hænunni.

  • Sigurgeir Ólafss.

    Já því miður mun þessi ríkisstjórn lafa áfram, þó svo að einungis 35% landsmanna styðji hana.

    Þetta þýðir í raun óbreytt ástand, þ.e.
    hátt atvinnuleysi áfram,
    háir skattir,
    versnandi lífskjör,
    gáleysisleg tilraunstarfsemi með stjórnskipun landsins í anda Hugo Chavez,
    gáleysislegt fikt fólks sem ekkert vit hefur á sjávarútvegi með stjórn fiskveiða sem mun leiða til hruns í greininni.

    Völd eru þessari ríkisstjórn, sérstaklega Samfylkingunni, mikilvægari en hagur heillrar þjóðar.

Höfundur