Miðvikudagur 13.04.2011 - 10:47 - Lokað fyrir ummæli

Húmoristar á Þingi!

Datt inn á Alþingisrásina þar sem þeir létu ljós sitt skína húmoristarnir Gunnar Bragi Sveinsson og Ásbjörn Óttarsson.  Þeir voru að týna til rök gegn ,,einn maður eitt atkvæði“ sem er víst eitthvað franskt kjaftæði frá árinu 1789.  Samkvæmt þeim félögum þá verða að vera fleirri þingmenn af landsbyggðinni af því að allt er í Reykjavík nema það að allt verður til, matur og peningar,  á landsbyggðinni.  Samkvæmt þeim félögum berjast landsbyggðarþingmenn fyrir landsbyggðinni.  Sé horft  á málin með svona einföldum hætti þá blasir það við að landsbyggðarþingmenn eru og hafa verið gjörsamlegar liðónýtar manneskjur því að þeir hafa lengst af verið í meirihluta á Alþingi Íslendinga.  En ætli málið sé svo einfalt.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Algjörlega er nauðsynlegt að jafna vægi atkvæða.

    Svo augljóst mannréttindamál ætti ekki að þurfa að ræða!

    Jafnframt þarf að fækka þingmönnum.

    Ég batt vonir við að stjórnlagaþingið myndi taka á þessu en þær vonir hafa dvínað.

    Þar ráða íhaldsmenn ferðinni.

  • Uni Gíslason

    Kommon. Það er einn maður, eitt atkvæði, einn sigurvegari í frönskum kosningum.

    Einmenningskjördæmi.

    Síðan er allt annað mál hve margir standa á bak við hvern député, eða þingmann neðri deildar. Í sveitinni standa til dæmis mun *færri* bakvið hvern þingmann en í París.

    Senatið er svo kosið með svipaðri aðferð og forsetinn í USA, eða með kjörmönnum.

    Svo hér er annars uppi nákvæmlega sama sistem og í Frakklandi. Einn maður, eitt atkvæði innan eins kjördæmis. Munurinn felst aðallega í því að ekki eru einmenningskjördæmi á Íslandi eins og finnast í Frans.

  • Uni, ég var að vísa í 1789. Kv. B

Höfundur