Þriðjudagur 12.04.2011 - 16:08 - Lokað fyrir ummæli

Ríkisstjórnin sitji sem fastast!

Persónulega finnst mér að ríkisstjórnin eigi að sitja sem fastast og menn eigi að sýna Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni meiri virðingu.  þau hafa barist áfram af þrautseigju og samviskusemi í ferð sem þau verða að fá að ganga til enda, niður í dalinn og aftur upp. Við kusum þau til þess að leiða okkur í gegnum kreppuna og eigum að gefa þeim tíma. Þau eru búin að leiða okkur í gegnum erfiðasta hjallann við ótrúlega erfið skilyrði.  Þeir sem komu okkur í þessa djúpu gryfju standa hægra megin allt að því í grjótkasti sérstaklega  skipperinn á Morgunblaðinu og flokkur sauðfjáreigenda.  Vinstra megin innan og utanborðs hryggir og sárir hugsjónamenn sem gera allt til að spilla fyrir þeirri ríkisstjórn sem fékk það göfuga hlutverk að leiða okkur í gegnum klungrið og upp og út í sólina.  Það er kominn tími til þess að stuðningsmenn þessarar ríkisstjórnar fari að svara fyrir sig af myndugleik.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Sigurður Pálsson

    Sæll Baldur

    Þegar kemur að því að sína einhverjum virðingu þá gerist það ekki með skipunarvaldi heldur verður hver og einn að ávinna sér virðingu annara. Ég kaus Jóhönnu vegna loforða sem hún gaf fyrir kosningar, sérstaklega að byggja skjaldborg utan um heimilin í landinu, persónukjör og fl. Þessi loforð hefur hún svikið að mínu viti. Skjaldborgin var sett utan um fjármagnseigendur og banka en fólkinu látið blæða.

  • Biddu fyrir þér.

    Það geri ég með þetta fólk hér við völd.

    Hefur valdið ómælanlegu tjóni.

    Og fæst ekki til að hætta.

    Rúin trausti og áliti.

    Mikil er blinda þín.

    Svona fer flokkshyggjan með jafnvel besta fólk.

  • pétur þormar

    Já það er rétt ég vinn við textasmíði og að efecta texta saman þú spyrð um að þýða Gangtu hægt inn um gleðinnar dyr ,,þetta er ekki hægt að þýða það beint en: Go slowly and promish less when you walk trough the door of happiness (og sem kveðja gætirðu bætt við)- and remember when and where ever northenligh and rainbow you see to take that nature wonder as a regard from me.
    t.d. –Not turning older whith years but getting newer every day the best is yet to come—Að hætta að eldast með árunum og verða bara nýrri á hverjum degi það besta er ókomið ennþá -það er bjart framundan og fallegt í grindavík þegar fiskast vel. Á norsku :Du blir ikke eldre for hvert år, men nyere for hver dag. Det beste har du ennå ikke opplevd. // ELLER: Det beste er ennå tilgode 🙂
    Kveðja Pétur þormar

Höfundur