Föstudagur 08.04.2011 - 11:14 - Lokað fyrir ummæli

Jáið mitt verður stórt.

Jáið mitt verður stórt.  Almennt vil ég semja ef kostur er.  Þetta er góður kostur.  Við þurfum alltaf og höfum alltaf þurft að borga skuldir óreiðumanna úr okkar hópi.  Núna fóru menn úr okkar hópi ránshendi um sparifé almennings erlendis studdir af fólkinu sem við kusum og undir okkar eigin húrrahrópum. Við höfum fyrir löngu lýst yfir oft að við tækjum þátt í að bæta fólki skaðann. Það gerum við með þessum samningi þar sem skuldbindingar eru jafnaðar niður á Breta, Hollendinga og Íslendinga.  Ég vil að okkur farnist vel. Yfirleitt farnast sáttfúsu fólki betur en hinum.

Að auki mismunuðum við með neyðarlögum fólki eftir búsetu/þjóðerni/.  Það er brot á lögum, reglum og mannréttindasáttmálum alls staðar.  Mismunanarleysi er grunnhugsun í Evrópu en framandi hér. Ég hef unnið með þetta hugtak á evrópskum vettvangi í mörg ár og gef ekkert fyrir skoðanir ósigldra ungra lögfræðinga um að litið verði framhjá því vegna efnahagskrísu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Yfirleitt farnast sáttfúsu fólki betur en hinum. Það má vel vera rétt en aldrei skyldu menn þó láta ganga á rétt sinn átakalaust.
    Á safnaðarfundi í kirkjunni á Möðruvöllum forðum daga var deilt um kirkjubyggingu sem til stóð að reisa. Sumir vildu byggja torfkirkju en aðrir reisa timburkirkju. Í þeim hópi var Friðrik í Kálfagerði. Hart var deilt um málið og umræður hvassar. Stóð þá upp Páll á Helgastöðum, friðsamur maður, gæflyndur og sáttfús og sagði: Höfum frið við alla menn og hættum þessum ófriði. Þá reis upp Friðrik í Kálfagerði og brýndi raustina: Engan frið, engan frið, heldur einlægan andskotans ófrið og látið aldrei undan. Og niðurstaðan varð sú að byggð var timburkirkja.
    Sáttfýsi er góð en stundum verða menn að brýna raustina. Og ekki er um það deilt þessa dagana í Eyjafirðinum að deilumálið á Möðruvöllum leystist farsællega til framtíðar litið.
    Þessa sögu má heimfæra uppá Icesave. Hagsmunir þjóðarinnar eru best tryggðir til framtíðar litið með því að fella Icesave samkomulagið. Að því hníga flest rök. Og til þess að koma boðskapnum til skila þarf að brýna raustina.

  • stefán benediktsson

    Við höfum borgað skuldir óreiðumanna í íslenskum sjávarútvegi með gengisfellingum síðan elstu menn muna og aldrei sagði neitt af þessu Nei liði orð okkur til varnar. Nei bídddu þeir eru nei liðið.

  • Hvað segja siðfræðingar um það þegar 2% þjóðar setja 98% hennar á hausinn, til þetta 40 ára eða svo, með neyðarlögum?
    Er siðlegt að kvitta fyrir það með jái?

  • Baldurkr

    Jà, Siggi. Kv. B

Höfundur