Miðvikudagur 13.04.2011 - 22:18 - Lokað fyrir ummæli

Ríkisstjórnin hafði betur í rökræðunni!

Ríkisstjórnin hafði betur í rökræðum í kvöld. Jóhanna steig upp og flutti frábæra ræðu, raðaði þriggja stiga körfum. Steingrímur var einnig upp á sitt besta og tók mörg fráköst.  Atli, Ásmundur og Lilja sigldu sinn sjó og fylla fámennan en minnistæðan flokk vinstri manna sem hafa brugðist vinstri stjórnum. Annars liggur miðjan í íslenskri pólítík í gegnum Framsóknarflokkinn, þar eru harðlínuhægrimenn í forystu en á kantinum nokkrir sem hneigjast eðlislægt til vinstri. Þetta fólk gerir sjálfum sér engan greiða með því að hanga saman í flokki.  Bjarni Benediktsson eldri sagði fyrir kosningar 1967 svo stimplaðist í huga unglingsins; ,,maður skiptir ekki um hest í miðri á“. Auðvitað situr ríkisstjórnin út kjörtímabilið. Þetta er ágæt ríkisstjórn og árangur hennar og árangur okkar er meiri en bjartsýnustu menn þorðu að vona eða spáðu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Það þarf að taka díalóg um þetta fyrirbrigði vinstri manna að svíkja málstaðinn, að svíkja félagana og bregðast trausti kjósenda. Ekki veit ég af hverju Einar Ásmundur Dala-smali óttast þjóðaratkvæði um ESB-samning, en eitt er víst að hann styður ekki stjórnina eða baráttu fyrrum félaga í VG. Lilja Mósesdóttir er auðskiljanleg hún getur ekki tekið ábyrga afstöðu til nokkurs máls og þrífst því hvergi nema í óábyrgri stjórnarandsöðu. Mér sýnist Atli einfaldlega vera bara auli og hann ætti að sjá sóma sinn í að víkja af þingi. Hefur einhver samúð með málstað hans?

  • Hafsteinn Ásgeirsson

    Alveg laukrétt Baldur.

  • Ósammála þessari fullyrðingu hjá þér. Það átti sér ekki stað nein rökræða aðeins sama karpið. Sama ruglið sem leiðir okkur ekki að neinni niðurstöðu um neitt.

  • Arnór Valdimarsson

    Já sæll. Það er augljóst að hvorki guðfræðin né siðfræðin hafi náð inn í siðferðisvitund þína.

    Enda vitandi eða ekki, minnistu ekkert á ræður Hreyfingar þingmanna eins og Þórs sem minntist á þá samspilltu ráðherra og þingmenn sem sitja enn. Eftir MÚTUR frá banksteronum upp á miljónir.

    Og sitja sem fastast og þykir það sjálfsagt. Svei þeim og þér.

    Samspilling 4flokksins er algjör og það er það sem þjóðin þarf að kasta út.

    Og álit SIÐFRÆÐINGA OG GUÐFRÆÐINGA er lítils virði. ef þeir eru jafn samspilltir og 4flokkurinn og vilja ekki SIÐBÓT.

Höfundur