Fimmtudagur 14.04.2011 - 17:02 - Lokað fyrir ummæli

ESB móðursýki!

Óstjórnleg ESB móðursýki í sumum mönnum.  Hvað er að óttast þó við göngum í ESB? Við erum þegar mestanpart þar inni og það eina sem breytist er að við komumst að borðinu þar sem ákvarðanir eru teknar. Engin þjóð í ESB hefur áhyggjur af sjálfstæði sínu.  Þetta er bandalag sjálfstæðra þjóða.  Með fullri aðild opnast gríðarlegt markaðssvæði fyrir framleiðsluuvörur okkar.  Menning okkar myndi styrkjast.  Mannréttindi aukast. Stjórnsýslan verða betri. Lífskjör almennings myndu batna. Það eru meira að segja líkur á því að bændum hætti að fækka en búum hefur fækkað hrikalega hérlendis undanfarinn áratug.  Samt truflast sumir menn hreint og beint þegar kemur að þessu nánast sjálfsagða máli sem innganga í ESB er?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (15)

  • er á móti því í prinsippinu að fleira og fleira fólk er sett undir færri og færri valdamenn. Það verður mjög langt milli Íslendings og Brussel valdsins. Valddreifing og valdnánd(?) er mér meira að skapi, enda minni líkur að valtað sé yfir fólk sé valdið fjær og fráhverft fólkinu.

  • Gunnlaugur Ingbvarsson

    Þetta er nú heldur bláeygt hjá þér Baldur minn.
    Meirihluti Breta er á móti ESB aðild og vill þar út. Stjórnmálelítan þar er hinns vegar eins og í flestum öðrum löndum haldinn ESB veikinni, en andstaðan við aðild hefur þó aukist verulega aðalega í Íhaldsflokknum.

    Andsstaða er veruleg í Danmörku og mörgum dönum finnst ESB valdið sífellt oftar taka ómaklega fram fyrir hendurnar á þingi sínu og þjóð.

    Forseti Tékklands hefur mjög miklar efasemdir um ESB aðild og þá vegferð til sífellt meiri miðstýringar sem apparatið er á. Margir Tékkar eru honum sama sinnis.

    Vaxandi andstaða er í Finnlandi við ESB aðild og þar hefur sprottið upp stjórnmálaflokkur sem nú er spáð verulegu fylgi og er andvígur ESB aðild og Evru asamstarfinu.

    Meira að segja innan Þýskalands sjálfs heyrast nú æ fleiri raddir sem efast um ESB og EVRU vegferðina og vilja draga úr eða hætta þessu samrunaferli.

    Auðvitað er það ekkert annað en órökstutt kjaftæði að menningin myndi aukast með ESB aðild. Við höfum yfrið nóg af blómlegri menningu og erum í menningarlegu sambandi við ýmsar þjóðir heims.

    Að stjórnsýslan myndi batna held ég að sé alrangt. Stjórnsýsla ESB einkennist af hægagangi og óskilvirkni og öll ákvarðanataka verður ómarkvissari. Allt þetta fjarlæga vald skrifræðisins kallar á gífurlega spillingu og misbeitingu valds eins og fjöldi dæma sannar.

    Svo skilur þú ekkert í því að sumir truflist hreinlega ef minnst er á þessa ESB aðild. Já Baldur þetta er mikið hitamál og mikill meirihluti þjóðarinnar er öskureiður yfir því að enn skuli keyrt fulla ferð inní ESB helsið, án þess að þjóðin hafi nokkurn tímann verið spurð eða leitað álits hennar með beinum hætti á þessari ESB vitleysu !

    Loks þegar þjóðin fær að segja álit sitt ef þetta verður ekki stöðvað fyrr af ESB apparatinu sjálfu þá mun þjóðin auðvitað kolfella ESB aðild og með miklu meiri mun en ICESAVE ruglið.

    Ætlar þú þá áfram að vera voða hissa ? Ef svo verður þá skynjar þú ekki mjög vel þína ágætu þjóð, Baldur minn.

  • Halldór Árnason

    Hvort sem við göngum í ESB eða ekki verðum við alla tíð og höfum alltaf verið háð öðrum þjóðum. Því fáum við engu um breytt. Ef litið er yfir sögu þjóðarinnar, sést að menningin blómstrar og lífskjörin batna þegar erlend samskipti aukast. Engin þjóð er eins háð utanríkisviðskiptum og við sem flytjum út lungan úr því sem við framleiðum og nær allt sem við neytum. Það sem við getum gert og eigum að gera, er að velja samskiptum okkar við umheiminn farveg. Þar er ESB visslulega kostur sem við þurfum að skoða af yfirvegun og áræði. Við megum ekki láta slagorða flaum og Morfís umræðu slá okkur út af laginu. Innganga Nýfundnalands í Kanada, var með allt öðrum hætti en verið er að tala um þegar innganga Íslands í ESB er til umræðu. Ef læra á af reynslu þeirra þarf að greina málið eins og það er, en ekki setja það fram með órökstuddum fullyrðingum. Mikilvægt er að semja um aðild að ESB, svo við getum valið okkur af yfirvegum farveg fyrir erlend samskipti okkar. Það eina sem ég óttast er að karpsemi Íslendinga, sem Gunnar Hersveinn skrifar um á Smugunni 8/4 s.l., komi í veg fyrir gangrýna hugsun og skynsamlegar rökræður.

  • Halldór Árnason

    Baldur það féll niður eitt orð, sem er „inn“ í setnginguna sem á að vera „… inn nær allt sem við neytum. Mér þætti vænt um að þú bættir úr þessum ágalla.

Höfundur