Mánudagur 25.04.2011 - 10:59 - Lokað fyrir ummæli

Illa heppnaðir Íslendingar!

Það er með hreinum ólíkindum hvað Íslendingum hefur tekist að spila illa úr komu sinni hingað til lands. Þetta var aldrei fyrirmyndarríki útlaga sem ekki gátu sætt sig sameinaðan Noreg.  Þeir sem fluttu hingað voru þeir sem ekki gátu sætt sig við breytta tíma – vildu áfram fá að vera sjálfstæðir smáhöfðingjar í stöðugum innbyrðis bardögum, sitjandi á stöðugum svikráðum hver við annann. Þjóðfélagsþróunin í Noregi líkt og öðrum löndum álfunnar var í áttina til stærri og skipulagðari ríkja, áttina til þess sem varð og er í dag. Okkar menn viku sér undan þróuninni.  Flúðu til fjarlærgrar eyjar og héldu sínum upptekna hætti, börðust innbyrðis á meðan bókmenntafólkið skapaði ódauðleg listaverk um þessa hegðun.  Þetta ástand gekk ekki lengi og eftir nokkra mannsaldra var þetta fólk komið undir Noregskonung, síðar Dani, það kólnaði.  Menn höfðu eytt birkiskógum.  Fólk hírðist hér við illan kost í sjö hundruð ár, framtakslaust, forystulaust, alið var á andúð í garð Dana og annarra útlendinga.  Þjóðin varð bláfátæk. Auðlindin í sjónum lá ónotuð svo og verksvit og samtakamáttur, hörmulegt tímabil í sögu þjóðar sem var fátækust þjóða í Evrópu öldum saman.

Skrifstofumaður á launum hjá Dönum Jón Sigurðsson annaðist sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar sem hoppaði út úr Danska konungsríkinu í miðri heimsstyrjöld til þess að lenda ,,de facto“ á yfirráðasvæði Bandaríkjamanna.  Þjóðin varð rík en kunni ekki fótum sínum forráð.  Eins og með flestum litlum þjóðum náðu tiltölulega þröngar klíkur völdum og héldu þeim þar til oflátungshátturinn skilaði sér í allsherjar hruni og enn er hver höndin upp á móti annarri, engin samstaða um neitt, bak við tjöldin er nánast blóðug barátta um auð og völd og líkt og í allri sögu þjóðarinnar gengur þeim einna best sem tala illa um vonda útlendinga.  það má því segja svona í snarheitum að Íslendingar séu illa heppnað fyrirbrigði.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (34)

  • Mér finnst þetta góður pistill. Það er gott að einhver þorir að benda á það augljósa og lækka í okkur Íslendingum rostann. Við munum ekki komast uppúr þessum hjólförum sem við spólum í fyrr en við horfumst í augu við okku sjálf. Sannleikanum verður hver sárreiðastur en svo kannski lærum við okkar lexíu.

  • Gunnlaugur Ingvarsson

    Jæja ætli Séra Baldur hefur aldeilis fengið til tevatnsins eftir þessa aumingjamessu yfir þjóð sinni. Það eru aðeins örfáir óforbetranlegir úrtölumenn og ESB dindlar eins og Ómar Kristjánsson og Stefán Benediktsson sem taka unir úrtölurnar og aumingjaháttinn.

    Skildi klerkur þeira Ölfusina nú ekki þurfa að fara að horafa framan í íslenska vorið þó so það komi seint. Hann hefur með þessum bölmóðs greinarskrifum sínum valdið meiri vonbrigðum en hann getur ímyndað sér. Hvernig skildi hann nú prédika yfir þessum vesælu aumingja sóknarbörnum sínum í nææstu messsu í Þorlákshöfn !

    „Þið fífl og aumingjar sem kynslóð eftir kynslóð hafið byggt þetta vesæla og Guðsvolaða land heimskingja og fábjána“
    Ætli það verði á þessum nótum ?
    Ég vona bara að Séra Baldur nái áttum og láti af þessum bölmóði og verði á ný og þessi hlýji og mannlegi sanngirnismaður sem hann hefur svo oft sýnt okkur !

    Þessi bölmóðs pistill hans er alveg fyrir neðan allar hellur !

Höfundur