Mánudagur 25.04.2011 - 10:59 - Lokað fyrir ummæli

Illa heppnaðir Íslendingar!

Það er með hreinum ólíkindum hvað Íslendingum hefur tekist að spila illa úr komu sinni hingað til lands. Þetta var aldrei fyrirmyndarríki útlaga sem ekki gátu sætt sig sameinaðan Noreg.  Þeir sem fluttu hingað voru þeir sem ekki gátu sætt sig við breytta tíma – vildu áfram fá að vera sjálfstæðir smáhöfðingjar í stöðugum innbyrðis bardögum, sitjandi á stöðugum svikráðum hver við annann. Þjóðfélagsþróunin í Noregi líkt og öðrum löndum álfunnar var í áttina til stærri og skipulagðari ríkja, áttina til þess sem varð og er í dag. Okkar menn viku sér undan þróuninni.  Flúðu til fjarlærgrar eyjar og héldu sínum upptekna hætti, börðust innbyrðis á meðan bókmenntafólkið skapaði ódauðleg listaverk um þessa hegðun.  Þetta ástand gekk ekki lengi og eftir nokkra mannsaldra var þetta fólk komið undir Noregskonung, síðar Dani, það kólnaði.  Menn höfðu eytt birkiskógum.  Fólk hírðist hér við illan kost í sjö hundruð ár, framtakslaust, forystulaust, alið var á andúð í garð Dana og annarra útlendinga.  Þjóðin varð bláfátæk. Auðlindin í sjónum lá ónotuð svo og verksvit og samtakamáttur, hörmulegt tímabil í sögu þjóðar sem var fátækust þjóða í Evrópu öldum saman.

Skrifstofumaður á launum hjá Dönum Jón Sigurðsson annaðist sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar sem hoppaði út úr Danska konungsríkinu í miðri heimsstyrjöld til þess að lenda ,,de facto“ á yfirráðasvæði Bandaríkjamanna.  Þjóðin varð rík en kunni ekki fótum sínum forráð.  Eins og með flestum litlum þjóðum náðu tiltölulega þröngar klíkur völdum og héldu þeim þar til oflátungshátturinn skilaði sér í allsherjar hruni og enn er hver höndin upp á móti annarri, engin samstaða um neitt, bak við tjöldin er nánast blóðug barátta um auð og völd og líkt og í allri sögu þjóðarinnar gengur þeim einna best sem tala illa um vonda útlendinga.  það má því segja svona í snarheitum að Íslendingar séu illa heppnað fyrirbrigði.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (34)

  • Ómar Kristjánsson

    ,,hefur ekki verið sjálfstætt ríki síðan á þrettándu öld þegar landið fór undir Noreg“

    Ísland var enganveginn ,,sjálfstætt ríki“ í nútímaskilningi á þeim tíma.

    Innbyggjar litu alltaf á sig sem Norðmenn eða norræna menn búsetta á Íslandi. Litu á dæmið nokkurnveginn eins og fylki í Noregi.

    það var bara fjarlægðin og óstöðugleiki um tíma í Noregi sem gerði það að verkum að hérna mynduðust nokkrir ætbálkar sem réðu landinu þannig séð. En tengsli við Noreg voru allt ótvíræð enda valdamenn sumir í Noregi náfrændur valdamanna á Íslandi. Auk þess sem Kaþólska kirkjan tengdi landið við Evrópu. það er oft vanmetið.

    þessvegna var það ekki svo stórt skref er formleg tengsl voru tekin upp við Noreg með Gamla Sáttmála. Meira staðfesting á fyrirkomulagi sem þegar var til staðar. (Ef Gamli sattmáli er þá ekki hreinlega seinni tíma tilbúningur sem sumir fræðimenn hafa fært nokkuð sannfærandi rök að)

  • Það hljóta að vera gleðidagar í lífi sérans þegar hann fær að jarða þessi „illa heppnuðu fyrirbrigði“.

  • „Íslendingar eru aumingjar NEMA þeir gangi í ESB“-væðing Samfylkingarinnar kristallast í þessu pistli.

    Íslendingar hafa ekkert til að skammast sín fyrir í samanburði við aðrar þjóðir nema þá helst hina sérlegu aumingja-væðara Samfylkingarinna, þessir væðarar finnast víst allstaðar í öllum þjóðfélögum, rótin er sjálfseiðingar-sindrom sem hrjáir 1% mannkyns og er nýtt af ýmsum myrkraöflum í áróðri og niðurrifs skyni.

  • Þórarinn

    Búinn að segja mig úr Þjóðkirkjunni. Ég ætla ekki að taka þátt í að vera í félagsskap með eða borga launin fyrir svona skrípi eins og höfund þessa pistils nema að eins litlu leyti og hægt er.

Höfundur