Föstudagur 29.04.2011 - 09:17 - Lokað fyrir ummæli

Í klóm hagsmunasamtaka

Jóhanna Sigurðardóttir er ekki gallalaus einstaklingur. Hún er eins og aðrir barn síns tíma. Þannig henti hún undirrituðum út úr launalausri nefnd um aðlögun vinnutilskipana ESB vegna þess eins að hann var í upphafi tilnefndur í nefndina af Framsóknarflokknum (það var þá).  Ég hafði lagt einna mest til í nefndinni enda þarna sem sérfræðingur í misréttisákvæðum.  Eftir sátu  fulltrúar verkalýðsforystu og atvinnurekenda enda dagaði nefndin uppi og tilskipanirnar eftir því sem ég best veit út á túni. Óháð þessu hefur mér alltaf blöskrað hvernig talað er um og til Jóhönnu sem forsætisráðherra og gengur þar fremstur í flokki ósvífinn talsmaður Landssambands íslenskra útvegsmanna.  Reyndar er ósvífnin gagnvart þessari ríkisstjórn með ólíkindum eins og Teitur Atlason hefur bent á.  Blásið er í allar flautur, spilað á alla strengi, leikið á allar tilfinningar til þess að koma málum og málatilbúnaði stjórnarinnar fyrir kattarnef og eins og fyrri daginn bila einhverjir yst til vinstri í nafni hugsjóna og skoðanafestu. Vonandi stendur stjórnin galdrafárið af sér en það versta er að við fáum aldrei að vita hvernig þjóðinni hefði gengið ef stjórnin hefði komist sæmilega vel áfram með málatilbúnað sinn.  Vonandi komumst við sem fyrst úr klóm hagsmunasamtaka. Þegar öllu er á botninn hvolft er  lýðræðið á Íslandi og þingræði í fjötrum hagsmunasamtaka og hefur alltaf verið líklega.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Endilega vitna í subbu bloggarann Teit Atlason.Og talandi um ósvífni þá mætti minna á ósvífnina sem þessi ríkisstjórn sýnir fólkinu í landinu.

Höfundur