Miðvikudagur 10.11.2010 - 11:20 - Lokað fyrir ummæli

Tekið ofan fyrir Jóni Bjarnasyni!

Ég verð að nota tækifærið og taka ofan fyrir meistara Jóni Bjarnasyni.  Með því að takmarka með reglugerð transfitusýrur í matvælum slær hann við sjálfu Evrópusambandinu í framsýni og regluverki.  Kannski hann sé eftir allt saman efni í Kommisar.  Án gamans.  Hvað með þingið? Hafa innflytjendur vöru og framleiðendur innlendir það sterk tök á þingmönnum að þeir hafa ekki þorað ekki að fara í fótspor Dana (Íslendingar hafa verið óhræddir að elta Dani með íhaldssamri innflytjendalöggjöf) og banna þennan óþvera sem sest í æðarnar, gerir mann þreyttan og að lokum dauðan. Siv Friðleifsdóttir er búinn að flytja tillögu þrisvar um þetta án árangurs. Sem sagt ónýtir  þingmenn nema Siv, en frábær Jón Bjarnason (að þessu sinni).

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Þetta er reyndar ekki spurning um að deyja fyrir aldur fram fyrir mér – þetta snýst um skerðingu á valfrelsi. Það er í besta falli hræsni og í versta falli hrein heimska að taka ákveðna vöruflokka útfyrir sviga – eins og transfitu – en skilja aðra skaðlegri eftir – tóbak, áfengi o.s.frv.
    Er með þessu verið að gefa til kynna að ég, og aðrir neitendur, séum nægilega skynsöm til að ákveða sjálf hvernig/hvort við neytum áfengis og/eða tóbaks – en ekki nægilega skynsöm til að taka ákvörðun sjálf varðandi skaðleg efni í matvælum?

    Ef hugsunin er að takmarka aðgang ungmenna að þessum vörum þá má gera það á annan hátt en að banna þær ekki satt?

  • Baldur Kristjánsson

    Væri þá í lagi að hafa arsenik í mat bara af því að maturinn væri auðmeðhöndlaðri og hugsanlega ekki eins slæmur og reykingar. Transfita er meðhöndlunarefni ekki satt? Kv. B

  • Á ekki að banna líka sígarettur? Hvað með sykur? Eða hamsatólg? Það er nóg að vara fólk við þessu á umbúðunum og með umræðum. Þessi boð og bönn kommanna endalaust eru frekar þreytandi.

    Annars sýnir Jón Bjarnason að það þarf ekkert endilega ESB til að banna innflutning á banönum sem eru styttri en 12 cm, hann getur bara gert það einhliða. ESB getur (og gerir) gert það sjálft. Jón Bjarnason getur svo staðið sjálfur að svoleiðis banni.

    Fjölmiðlalögin banna fólki að tjá sig, þar með er búið að brjóta réttindi stjórnarskrárinnar. Samt er verið að eyða hundruðum milljóna í að breyta stjórnarskránni. Ríkisstjórnin getur ekki hundskast til að fara eftir stjórnarskránni eins og hún er. Treystir einhver því að henni verði breytt sómasamlega úr því ekki er einu sinni hægt að fara eftir henni eins og hún er í dag?

Höfundur