Miðvikudagur 10.11.2010 - 11:20 - Lokað fyrir ummæli

Tekið ofan fyrir Jóni Bjarnasyni!

Ég verð að nota tækifærið og taka ofan fyrir meistara Jóni Bjarnasyni.  Með því að takmarka með reglugerð transfitusýrur í matvælum slær hann við sjálfu Evrópusambandinu í framsýni og regluverki.  Kannski hann sé eftir allt saman efni í Kommisar.  Án gamans.  Hvað með þingið? Hafa innflytjendur vöru og framleiðendur innlendir það sterk tök á þingmönnum að þeir hafa ekki þorað ekki að fara í fótspor Dana (Íslendingar hafa verið óhræddir að elta Dani með íhaldssamri innflytjendalöggjöf) og banna þennan óþvera sem sest í æðarnar, gerir mann þreyttan og að lokum dauðan. Siv Friðleifsdóttir er búinn að flytja tillögu þrisvar um þetta án árangurs. Sem sagt ónýtir  þingmenn nema Siv, en frábær Jón Bjarnason (að þessu sinni).

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • forræðishyggja, ræð ég ekki hvort ég vilji snæða hinar ljúffengu transfitusýrur? Er miðstýringin hér á landi að verða að Sovét? Á að banna allt óhollt?

  • Transfitusýrur eru örugglega ekki það óhollasta sem menn leggja sér til munns hérlendis, en að sjálfsögðu á að skikka framleiðendur/innflytjendur til að merkja innihald vara sinna.
    Forræðishyggja í algleymingi hjá vinstri mönnum eins og endranær!

  • Forræðishyggja er dásamleg. Hinir vinstrisinnuðu grannar okkar í vestrinu eru uppfullir af henni.

    Aron og Stefán, reykið, drekkið og borðið óhollt eins og þið eruð vanir meðan það má.

  • Takk Einar, frekar vil ég njóta lífsins, borða óhollt og deyja um aldur fram en lifa á alfaalfa-spírum og brokkólí og lifa til tíræðs. 🙂

Höfundur