Mánudagur 08.11.2010 - 20:10 - Lokað fyrir ummæli

Jón Gnarr frábær!

Það var lærdómsríkt að horfa á Jón Gnarr í Kasljósinu.  Venjulegur maður sem er borgarstjóri og er ekkert að þykjast vera eitthvað annað en hann er.  Ekkert málskrúð, ekkert lýðskrum. Rökréttur, hugsandi, vill vel.  Það er mikill léttir að gamli Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki ráða Reykjavík með andliti nýja Sjálfstæðisflokkins.  Hvernig væri að losna alveg við olíufélögin og gömlu valdaklíkurnar úr stjórnmálum.  Hafa bara nýtt fólk án gamalla bakhjarla.

P.s.  Og þetta auðvitað við um aðra flokka að breyttu breytanda sérstaklega Framsóknarflokkinn.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (37)

  • Auður Matthíasdóttir

    Jón er allsber. Nýju fötin keisarans – bleiku jakkafötin – blekking – allsber blekking! Maðurinn allur er blekking. Sorglegt. Vona að hann finni aftur farveg í leiklistinni þar sem hann þarf að kunna hlutverk sitt. Og fær þar borgað eins og hann á skilið.

Höfundur